Innlent

Auglýsing tekin úr umferð

Samkeppnisstofnun hafði farið þess á leit við forsvarsmenn Smáralindar að þegar yrði hætt að birta auglýsinguna, svo ekki þyrfti að koma til frekari afskipta stofnunarinnar. Það var Herdís Storgaard, verkefnisstjóri barnaslysavarna hjá Lýðheilsustöð, sem vakti athygli hennar á auglýsingunni eftir að athugasemdir höfðu borist til Lýðheilsustöðvar. Sigurjón Heiðarsson hjá Samkeppnisstofnun sagði að auglýsingin væri talin stangast á við ákvæði í samkeppnislögum sem varðaði meðal annars hugsanleg áhrif auglýsinga á börn. "Það var svosem sjálfhætt, þar sem auglýsingin var búin að gegna sínu hlutverki þar sem jólin eru að bresta á," sagði Pálmi Kristinsson framkvæmdastjóri Smáralindar. Hann sagði að aðdragandi málsins hefði komið á óvart. Ekki hefði þurft nema eitt símtal hefði verið talin stafa einhver ógn af umræddri auglýsingu og hefði þá strax verið tekið tillit til þess. Hann kvaðst hins vegar alls ekki getað fallist á að Smáralind væri að misnota börn í auglýsingum, fremur en aðrir auglýsendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×