Fyrsta jarðgasvirkjun Noregs 22. september 2004 00:01 Tvö norsk orkufyrirtæki, Norsk Hydro ASA og Statkraft SF, tilkynntu í gær um fyrirætlanir sínar um að búa til fyrstu virkjun landsins sem nýtir jarðgas. Ákvörðunin er viðkvæm vegna mengunar frá slíkri virkjun. Noregur er þriðji stærsti olíuútflytjandi heims, á eftir Sádi-Arabíu og Rússlandi. Þá er einnig framleitt í landinu mikið af jarðgasi til útflutnings. Kostnaður við virkjunina er sagður nema um tveimur milljörðum norskra króna, eða um 21 milljarði íslenskra króna, en ráðgert er að hún hefji starfsemi árið 2007. Virkjunin á að rísa í Kårstø skammt frá Haugasundi í Vestur-Noregi og vera 300 MW að stærð. Hún stæði því undir 2,5 prósentum af orkuþörf landsins. Til samanburðar má nefna að Kárahnjúkavirkjun er 690 MW að stærð. Naturkraft AS, í eigu Norsk Hydro og Statkraft, byggir virkjunina. "Nýja gasvirkjunin verður sú nýtískulegasta og umhverfisvænasta í Evrópu," segja fyrirtækin tvö. Nær öll raforkuframleiðsla Noregs er nú frá vatnsaflsvirkjunum. Aukin raforkunotkun á álagstímum, svo sem að vetrarlagi, hefur hins vegar kallað á orkukaup frá öðrum löndum, jafnvel þar sem raforka er framleidd með kolum eða kjarnorku. "Virkjunin er mikilvægt skref í þá átt að standa undir orkuþörf landsins, auk þess að vera hluti af viðleitni okkar í betri nýtingu jarðgass," segir Eivind Reiten, forseti og aðalframkvæmdastjóri Norsk Hydro. Að sögn Naturkraft kemur virkjunin til með að gefa frá sér 1,1 milljón tonna af koltvísýringi á ári hverju. "Við ætlum að berjast fyrir hreinsikerfum fyrir koltvísýring," segir Biate Kristiansen, í norska umhverfisverndarhópnum Bellona. Hún segir að bygging virkjunarinnar án slíkrar hreinsitækni geri illmögulegt fyrir Noreg að standast skuldbindingar Kyoto-samkomulagsins. Málið er svo viðkvæmt í Noregi að í mars 2000 létu Kjell Magne Bondevik og ríkisstjórn hans frekar af völdum en að láta undan kröfum þingsins um breytingar á umhverfislögum til að liðka til fyrir gasvirkjun. Bondevik komst aftur til valda síðla árs 2001. Umhverfisráðherra Noregs, Knut Arild Hareide, segir undirbúning fyrirtækjanna vera vonbrigði: "Ég vonaðist til að fyrirtækin myndu bíða eftir tækni sem fjarlægt gæti koltvísýringinn," sagði hann. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Tvö norsk orkufyrirtæki, Norsk Hydro ASA og Statkraft SF, tilkynntu í gær um fyrirætlanir sínar um að búa til fyrstu virkjun landsins sem nýtir jarðgas. Ákvörðunin er viðkvæm vegna mengunar frá slíkri virkjun. Noregur er þriðji stærsti olíuútflytjandi heims, á eftir Sádi-Arabíu og Rússlandi. Þá er einnig framleitt í landinu mikið af jarðgasi til útflutnings. Kostnaður við virkjunina er sagður nema um tveimur milljörðum norskra króna, eða um 21 milljarði íslenskra króna, en ráðgert er að hún hefji starfsemi árið 2007. Virkjunin á að rísa í Kårstø skammt frá Haugasundi í Vestur-Noregi og vera 300 MW að stærð. Hún stæði því undir 2,5 prósentum af orkuþörf landsins. Til samanburðar má nefna að Kárahnjúkavirkjun er 690 MW að stærð. Naturkraft AS, í eigu Norsk Hydro og Statkraft, byggir virkjunina. "Nýja gasvirkjunin verður sú nýtískulegasta og umhverfisvænasta í Evrópu," segja fyrirtækin tvö. Nær öll raforkuframleiðsla Noregs er nú frá vatnsaflsvirkjunum. Aukin raforkunotkun á álagstímum, svo sem að vetrarlagi, hefur hins vegar kallað á orkukaup frá öðrum löndum, jafnvel þar sem raforka er framleidd með kolum eða kjarnorku. "Virkjunin er mikilvægt skref í þá átt að standa undir orkuþörf landsins, auk þess að vera hluti af viðleitni okkar í betri nýtingu jarðgass," segir Eivind Reiten, forseti og aðalframkvæmdastjóri Norsk Hydro. Að sögn Naturkraft kemur virkjunin til með að gefa frá sér 1,1 milljón tonna af koltvísýringi á ári hverju. "Við ætlum að berjast fyrir hreinsikerfum fyrir koltvísýring," segir Biate Kristiansen, í norska umhverfisverndarhópnum Bellona. Hún segir að bygging virkjunarinnar án slíkrar hreinsitækni geri illmögulegt fyrir Noreg að standast skuldbindingar Kyoto-samkomulagsins. Málið er svo viðkvæmt í Noregi að í mars 2000 létu Kjell Magne Bondevik og ríkisstjórn hans frekar af völdum en að láta undan kröfum þingsins um breytingar á umhverfislögum til að liðka til fyrir gasvirkjun. Bondevik komst aftur til valda síðla árs 2001. Umhverfisráðherra Noregs, Knut Arild Hareide, segir undirbúning fyrirtækjanna vera vonbrigði: "Ég vonaðist til að fyrirtækin myndu bíða eftir tækni sem fjarlægt gæti koltvísýringinn," sagði hann.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira