Erlent

Öryggisstofnanir fá aukin völd

Stofnanir sem berjast gegn hryðjuverkum fá aukin völd, samkvæmt nýrri og viðamikilli áætlun sem neðri deild rússneska þingsins samþykkti á fundi sínum í gær. Enn fremur verður hægt að refsa embættismönnum sem bregðast í því að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir. Meðal þess sem er lagt til er að tekið verði upp vegabréfaeftirlit innan vissra svæða í Rússlandi, að aukið eftirlit verði með fjármunum sem berast til landsins frá útlöndum og aukið eftirlit um borð í lestum og flugvélum. Þá eru lögð til aukin fjárútlát til baráttunnar gegn hryðjuverkum og hærri bótagreiðslur til fórnarlamba hryðjuverkárása.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×