Innlent

Hættulegt listaverk

Listaverk sem var reist við Austurgötu í Hafnarfirði í tilefni hundrað ára afmælis rafveitunnar í bænum er varasamt að mati áhyggjufullra nágranna, sérstaklega börnum sem klifra í því. Brúnir listaverksins eru hvassar og skörðóttar og í viðtali við Fjarðarpóstinn sagðist einn íbúanna ekki vilja hugsa þá hugsun til enda ef krakki hrasaði hrasaði í því. Verkið heitir Hjól og er eftir Hallstein Sigurðsson. Það var afhjúpað 12. desember síðastliðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×