Innlent

Í skóinn fyrir 200 milljónir

Fjármálaráðuneytið áætlar að sextíu og fimm þúsund börn yngri en fjórtán ára fái í skóinn fyrir þessi jól. Verðmæti gjafanna sé að meðaltali um 250 krónur og alls þurfi jólasveinarnir því að kaupa gjafir fyrir hátt í 200 milljónir. Ráðuneytið hefur fyrir satt í þessari hávísindalegu könnun að Kertasníkir sé gjafmildastur bræðranna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×