Innlent

Óþefurinn úr eldhúsinu er svo ...

Skötuilm, eða -óþef, leggur nú úr eldhúsum og frá veitingastöðum samkvæmt vestfirskum sið. Helgi Hafliðason, fyrrverandi fisksali í Fiskbúð Hafliða, á ættir að rekja til Vestfjarða. Hann vill hafa skötuna vel kæsta. Að sögn Sigurðar eru sögusagnir um að Vestfirðingar migi á skötuna, og grafi hana síðan til að hafa hana vel kæsta, tóma þvælu. Þótt það sé gamall vestfirskur siður að blóta heilögum Þorlák með vel kæstri skötu eru það ekki bara Vestfirðingar sem blóta með skötu. Kjartan Halldórsson, sægreifi í suðurbugtinni í Reykjavík, er Skaftfellingur en étur glaður skötu í dag og selur öllum sem vilja kaupa. Hann segist vita af systrum sem hafi eldað skötu 2-3 í viku sem varð til þess að í fjölbýslishúsinu sem þær bjuggu í hafi þurft að skipta um teppi og innréttingar í sameigninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×