Innlent

Vörubíll festist undir þakskyggni

Háum vöruflutningabíl var ekið undir skyggni yfir plani við Veganesti við Hörgárbraut á Akureyri í nótt þannig að flutningakassinn rakst upp undir skyggnið. Þar sat bíllinn klossfastur og tók hálfa aðra klukkustund, með aðstoð tveggja stórra krana, að losa hann undan skyggninu sem er stórskemmt. Unnið er að bráðabirgðaviðgerð á því svo viðskiptavinum stafi ekki hætta af því að það hrynji í dag. Bíllinn skemmdist líka talsvert og þurfti að skipa farmi hans yfir í annan bíl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×