Arsenal hélt áfram sigurgöngunni 28. ágúst 2004 00:01 Arsenal hélt sigurgöngu sinni áfram í gær með 4-1 sigri á Norwich. Henry var allt í öllu hjá meisturunum. Chelsea vann einnig í gær og er með jafn mörg stig og Arsenal. Fótbolti Arsenal hélt toppsæti sínu í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið sigraði Norwich með fjórum mörkum gegn einu. Thierry Henry, sem bar fyrirliðabandið í fjarveru Sol Campbells, var allt í öllu hjá Arsenal. Hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Arsenal heldur áfram að bæta metið en liðið hefur ekki tapað viðureign í 44 leikjum í röð. Alan Smith var hetja Manchester United í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Blackburn. Smith jafnaði metinn á síðustu mínútu leiksins og þótti mörgum markið umdeilt. Louis Saha notaði hendina til að leggja boltann fyrir Smith sem kom honum í netið. Blackburn lék einum færri síðustu tuttugu mínúturnar þar sem Lorenzo Amoruso var vikið af velli fyrir brot á Saha. Alex Ferguson og lærisveinar sitja í tólfta sæti deildarinnar en eiga þó leik til góða. James Beattie kom mikið við sögu þegar Southampton tapaði fyrir Chelsea með tveimur mörkum gegn einu. Beattie skoraði mark Southampton á fyrstu mínútu leiksins en jafnaði síðann metinn fyrir Chelsea með sjálfsmarki. Eftir hornspyrnu fleytti Eiður Smári Guðjohnsen boltanum áfram sem hafnaði í bringunni á Beattie og í netið. Frank Lampard skoraði síðan sigurmarkið úr vítaspyrnu. Chelsea er í öðru sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Arsenal. Heldur er farið að hitna undir Bobby Robson, knattspyrnustjóra Newcastle, eftir 4-2 tap gegn Aston Villa í gær. Robson hefur ítrekað neitað þeim sögusögnum að hann sé að hætta með liðið en það hefur ekki unnið leik í fyrstu fjórum umferðum úrvalsdeildarinnar. Patrick Kliuvert skoraði þó fyrir Newcastle. Tottenham komst í þriðja sæti deildarinnar í gær með 1-0 sigri á Birmingham. Leikmenn Everton láta kaupæðið um Waney Rooney ekki á sig fá og lögðu West Bromwich Albion að velli 2-1. Hinn 23 ára gamli miðjumaður Leon Osman skoraði bæði mörk Everton en Scott Dobie mark W.B.A. Jimmy Floyd Hasselbaink var hetja Middlesbrough sem vann Crystal Palace 2-1. Middlesbrough lenti marki undir en eftir að leikmenn Palace höfðu skorað sjálfsmark skoraði Hasselbaink sigurmarkið beint úr aukaspyrnu. Úrsltin í gær: Norwich -Arsenal 1-4 1-0 Reyes (22.), 2-0 Henry (36.), 3-0 Pires (40.), 1-3 (42.) Huckerby/víti, 1-4 Bergkamp (91.) Chelsea - Southampton 2-1 0-1 Beattie (1.), 1-1 sjálfsmark (34.), 2-1 Lampard/víti (41.). Aston Villa - Newcastle 4-2 1-0 Mellberg (4.), 1-1 Kluivert (28.), 1-2 O’Brien (36.), 2-2 Cole (53.), 3-2 Barry (71.), 4-2 Angel (82.). Tottenham - Birmingham 1-0 1-0 Defoe (35.). Blackburn - Manchester United 1-1 1-0 Dickov (17.), 1-1 Smith (90.). Everton - W.B.A. 2-1 1-0 Osman (2), 1-1 Dobie (7.), 2-1 Osman (70). Middlesbrough - C. Palace 2-1 0-1 Johnson (52.) 1-1 Sjálfsmark (61.), 2-1 Hasselbaink (78). Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Arsenal hélt sigurgöngu sinni áfram í gær með 4-1 sigri á Norwich. Henry var allt í öllu hjá meisturunum. Chelsea vann einnig í gær og er með jafn mörg stig og Arsenal. Fótbolti Arsenal hélt toppsæti sínu í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið sigraði Norwich með fjórum mörkum gegn einu. Thierry Henry, sem bar fyrirliðabandið í fjarveru Sol Campbells, var allt í öllu hjá Arsenal. Hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Arsenal heldur áfram að bæta metið en liðið hefur ekki tapað viðureign í 44 leikjum í röð. Alan Smith var hetja Manchester United í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Blackburn. Smith jafnaði metinn á síðustu mínútu leiksins og þótti mörgum markið umdeilt. Louis Saha notaði hendina til að leggja boltann fyrir Smith sem kom honum í netið. Blackburn lék einum færri síðustu tuttugu mínúturnar þar sem Lorenzo Amoruso var vikið af velli fyrir brot á Saha. Alex Ferguson og lærisveinar sitja í tólfta sæti deildarinnar en eiga þó leik til góða. James Beattie kom mikið við sögu þegar Southampton tapaði fyrir Chelsea með tveimur mörkum gegn einu. Beattie skoraði mark Southampton á fyrstu mínútu leiksins en jafnaði síðann metinn fyrir Chelsea með sjálfsmarki. Eftir hornspyrnu fleytti Eiður Smári Guðjohnsen boltanum áfram sem hafnaði í bringunni á Beattie og í netið. Frank Lampard skoraði síðan sigurmarkið úr vítaspyrnu. Chelsea er í öðru sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Arsenal. Heldur er farið að hitna undir Bobby Robson, knattspyrnustjóra Newcastle, eftir 4-2 tap gegn Aston Villa í gær. Robson hefur ítrekað neitað þeim sögusögnum að hann sé að hætta með liðið en það hefur ekki unnið leik í fyrstu fjórum umferðum úrvalsdeildarinnar. Patrick Kliuvert skoraði þó fyrir Newcastle. Tottenham komst í þriðja sæti deildarinnar í gær með 1-0 sigri á Birmingham. Leikmenn Everton láta kaupæðið um Waney Rooney ekki á sig fá og lögðu West Bromwich Albion að velli 2-1. Hinn 23 ára gamli miðjumaður Leon Osman skoraði bæði mörk Everton en Scott Dobie mark W.B.A. Jimmy Floyd Hasselbaink var hetja Middlesbrough sem vann Crystal Palace 2-1. Middlesbrough lenti marki undir en eftir að leikmenn Palace höfðu skorað sjálfsmark skoraði Hasselbaink sigurmarkið beint úr aukaspyrnu. Úrsltin í gær: Norwich -Arsenal 1-4 1-0 Reyes (22.), 2-0 Henry (36.), 3-0 Pires (40.), 1-3 (42.) Huckerby/víti, 1-4 Bergkamp (91.) Chelsea - Southampton 2-1 0-1 Beattie (1.), 1-1 sjálfsmark (34.), 2-1 Lampard/víti (41.). Aston Villa - Newcastle 4-2 1-0 Mellberg (4.), 1-1 Kluivert (28.), 1-2 O’Brien (36.), 2-2 Cole (53.), 3-2 Barry (71.), 4-2 Angel (82.). Tottenham - Birmingham 1-0 1-0 Defoe (35.). Blackburn - Manchester United 1-1 1-0 Dickov (17.), 1-1 Smith (90.). Everton - W.B.A. 2-1 1-0 Osman (2), 1-1 Dobie (7.), 2-1 Osman (70). Middlesbrough - C. Palace 2-1 0-1 Johnson (52.) 1-1 Sjálfsmark (61.), 2-1 Hasselbaink (78).
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira