Skaust á toppinn eftir skotárás 5. ágúst 2004 00:01 Rapparinn 50 Cent heldur tónleika í Laugardalshöll á miðvikudag. Í raun heitir hann Curtis Jackson og fæddist inn í harðsvírað eiturlyfjahverfi Queens í New York fyrir 26 árum. Föðurlaus ólst hann upp hjá fátækri móður, tileinkaði sér reglur götunnar og fann fljótt út hvað yrði hans undankomuleið. Áður en rapparinn komst á unglingsaldur fannst móðir hans látin við undarlegar kringumstæður í hverfinu og tóku þá afi hans og amma við uppeldinu. Drengurinn var vel gefinn og góður á bókina en flæktist um fíkniefnaheiminn og var margsinnis handtekinn fyrir smáglæpi. Árið 1999 gerði 50 Cent fyrst vart við sig sem rappari í heimsklassa með laginu "How To Rob" þar sem hann skaut í allar áttir og stuðaði m.a. Jay-Z, Big Pun, Sticky Fingaz og Ghostface Killah. Hipphoppararnir létu ekki slíkan byrjanda komast upp með leiðindi og svöruðu síðar fyrir sig fullum hálsi í lögum sínum. How To Rob var að finna á óútgefinni sólóplötu 50 Cent sem tekin var upp fyrir Colombia Records. Í apríl árið 2000, áður en tónlistarferill 50 Cent náði að blómstra, var rapparanum vart hugað líf. Hann lenti í skotárás við æskuheimilið í Queens og varð fyrir níu byssukúlum, þar af einni í andlitið, en það dugði ekki til að ráða honum bana. Strax í sjúkrarúminu varð til nýtt efni frá 50 Cent sem rapparinn og sveit hans G-Unit gáfu út á plötunni Guess Who´s back? sumarið 2001. Eminem og Dr Dre lýstu yfir stuðningi við 50 Cent þegar önnur plata hans, 50 Cent Is The Future, var tilbúin. Þessar plötur fóru þó aldrei í almenna dreifingu því þær voru gefnar út af kappanum sjálfum. Í kjölfar samstarfsins við Eminem og Dr Dre hefur rapparinn verið betur liðinn meðal starfsbræðra sinna í hipphoppinu og unnið með fjölda þekktra tónlistarmanna. Lag hans, Wanksta þar sem gert er mikið grín af þykjustu glæparöppurum, var gefið út á smáskífu eftir að hafa hljómað í kvikmynd Eminems, 8 Mile. 50 Cent hefur síðan sent frá sér plötuna Get Rich og Die Tryin, sem inniheldur slagarann P.I.M.P, afrakstur samstarfs þeirra Snoop Doggy Dog og fleiri lög sem hljómað hafa á útvarpsstöðvum um allan heim. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Rapparinn 50 Cent heldur tónleika í Laugardalshöll á miðvikudag. Í raun heitir hann Curtis Jackson og fæddist inn í harðsvírað eiturlyfjahverfi Queens í New York fyrir 26 árum. Föðurlaus ólst hann upp hjá fátækri móður, tileinkaði sér reglur götunnar og fann fljótt út hvað yrði hans undankomuleið. Áður en rapparinn komst á unglingsaldur fannst móðir hans látin við undarlegar kringumstæður í hverfinu og tóku þá afi hans og amma við uppeldinu. Drengurinn var vel gefinn og góður á bókina en flæktist um fíkniefnaheiminn og var margsinnis handtekinn fyrir smáglæpi. Árið 1999 gerði 50 Cent fyrst vart við sig sem rappari í heimsklassa með laginu "How To Rob" þar sem hann skaut í allar áttir og stuðaði m.a. Jay-Z, Big Pun, Sticky Fingaz og Ghostface Killah. Hipphoppararnir létu ekki slíkan byrjanda komast upp með leiðindi og svöruðu síðar fyrir sig fullum hálsi í lögum sínum. How To Rob var að finna á óútgefinni sólóplötu 50 Cent sem tekin var upp fyrir Colombia Records. Í apríl árið 2000, áður en tónlistarferill 50 Cent náði að blómstra, var rapparanum vart hugað líf. Hann lenti í skotárás við æskuheimilið í Queens og varð fyrir níu byssukúlum, þar af einni í andlitið, en það dugði ekki til að ráða honum bana. Strax í sjúkrarúminu varð til nýtt efni frá 50 Cent sem rapparinn og sveit hans G-Unit gáfu út á plötunni Guess Who´s back? sumarið 2001. Eminem og Dr Dre lýstu yfir stuðningi við 50 Cent þegar önnur plata hans, 50 Cent Is The Future, var tilbúin. Þessar plötur fóru þó aldrei í almenna dreifingu því þær voru gefnar út af kappanum sjálfum. Í kjölfar samstarfsins við Eminem og Dr Dre hefur rapparinn verið betur liðinn meðal starfsbræðra sinna í hipphoppinu og unnið með fjölda þekktra tónlistarmanna. Lag hans, Wanksta þar sem gert er mikið grín af þykjustu glæparöppurum, var gefið út á smáskífu eftir að hafa hljómað í kvikmynd Eminems, 8 Mile. 50 Cent hefur síðan sent frá sér plötuna Get Rich og Die Tryin, sem inniheldur slagarann P.I.M.P, afrakstur samstarfs þeirra Snoop Doggy Dog og fleiri lög sem hljómað hafa á útvarpsstöðvum um allan heim.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira