Sport

Gunnar skoraði eftir 4 mínútur

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði fjórum mínútum eftir að hann kom af varamannabekknum þegar Halmstad gerði 2-2 jafntefli við Odense í Norrænu fótboltadeildinni í gærkvöldi. Íslendingaliðunum gekk ágætlega í leikjum kvöldsins. Hjálmar Jónsson lék allan leikinn fyrir IFK Gautaborg sem vann Bröndby 1-0. Árni Gautur Arason stóð í marki Valeringa sem vann Djurgarden 3-1. Ólafur Örn Bjarnason lék í 60 mínútur með Brann sem vann Malmö 4-1. Valeringa hefur unnið alla þrjá leiki sína og er efst í a-riðli. IFK Gautaborg er með sex stig í b-riðli og Brann er með sex stig í c-riðli. Tólf lið frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku taka þátt í keppninni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×