Sport

Úrslit leiksins ákveðin?

Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að rannsaka hvort óhreint mjöl hafi verið í pokahorninu þegar gríska fótboltaliðið Panionios vann Dinamo Tiblisi frá Georgíu með fimm mörkum gegn tveimur í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu í gærkvöldi. Nokkur veðmálafyrirtæki tóku eftir því að skömmu fyrir leik voru óvenju margir sem veðjuðu á úrslit leiksins. Georgíumennirnir komust í 1-0 en Grikkirnir skoruðu fimm mörk á 35 mínútum í seinni hálfleik og unnu leikinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×