Innlent

Keyrði inn í matvöruverslun

Maður ók inn um glugga á JL-húsinu við Ánanaust á ellefta tímanum í morgun. Hann var fluttur á slysadeild en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Maðurinn fékk aðsvif og missti í kjölfarið stjórn á jeppabifreið sinni. Hann ók yfir hringtorgið við Ánanaust og þaðan á glugga í verslun Nóatúns í JL-húsinu en stöðvaðist á kanti rétt fyrir innan gluggann. Brunahani sem maðurinn klessti á og brotnaði við áreksturinn tók mesta höggið og því fór einungis fremsti hluti bílsins inn í húsið sjálft. Ekki er vitað hvort viðskiptavinir verslunarinnar hafi verið nálægt glugganum þegar bifreiðin ók inn. Verslun Nóatúns var ekki lokað í kjölfar árekstursins. Sjúkralið var þegar sent á staðinn og var maðurinn fluttur rakleiðis á slysadeild. Engar upplýsingar hafa enn fengist um líðan mannsins. Þá er ekki vitað hvað olli aðsvifinu en að sögn lögreglu er líklegt að um hjartastopp hafi verið að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×