Erlent

Írar drekka of mikið

Kostnaður vegna óhóflegrar áfengisdrykkju í Írlandi nam rúmum 200 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þar í landi. Þá eyddi hver Íri að jafnaði tæpum 200 þúsund krónum í áfengi í fyrra og er það mun meira en í öðrum löndum. Kostnaður írsks samfélags vegna drykkjutengdra glæpa og áfengisaksturs nam sem fyrr segir tæpum 200 milljörðum í fyrra og stendur til að sporna við þessu með því að hækka opinberar álögur á áfengi og fækka sölustöðum sem bjóða upp á áfengi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×