Sport

Þrjár breytingar á liði Frakka

Jacques Santini gerir þrjár breytingar á byrjunarliði Frakka sem mæta Króötum nú á eftir. Marcel Desailly, Oliver Dacourt og Sylvain Wiltord koma allir inn í liðið en þeir Robert Pires, Bixente Lizarazu og Claude Makelele setjast allir á bekkinn. Dacourt og Wiltord komu inn á undir lokin í sigrinum á Englendingum en Marcel Desailly, sem tekur nú aftur við fyrirliðabandinu kom ekkert við sögu í þeim leik. Byrjunarlið Frakklands gegn KróatíuLeikkefið 4-4-2. Fabien Barthez William Gallas, Lilian Thuram, Marcel Desailly, Michael Silvestre Sylvain Wiltord, Patrick Vieira, Olivier Dacourt, Zinedine Zidane Thierry Henry, David Trezeguet.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×