Erlent

Lítil kjörsókn Kósovó-Serba

Kjörsókn Kósovó-Serba virðist hafa verið sérlega lítil í almennum kosningum í Kósovó. Flestir leiðtogar serbneska minnihlutans á svæðinu skoruðu á sitt fólk að sniðganga kosningarnar og krefjast meira öryggis á svæðinu. Kosið er til 120 manna þings í héraðinu sem fer með takmörkuð völd. Sameinuðu þjóðirnar líta á þessar kosningar sem einn af prófsteinum á hvort þjóðarbrotin tvö, Serbar og Albanir, séu í stakk búin til að lifa í samlyndi sem þjóð. Serbneski minnihlutinn hefur átt mjög undir högg að sækja síðan Kósovóstríðinu lauk árið 1999.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×