Sport

Markov pollrólegur

Þjálfari Búlgara, Plamen Markov, fullyrðir að hann sé ekki með áhyggjur varðandi framtíð hans í starfi. Orðrómur frá Búlgaríu er á þann veginn að Markov verði rekinn þegar EM lýkur en Búlgarar hafa tapað báðum leikjum sínum, fyrst gegn Svíum og svo gegn Dönum og hafa enn ekki náð að skora. Þeir eiga eftir að spila við Ítali en eiga ekki lengur möguleika á að komast áfram úr riðlinum. "Ég er ekki nýliði, ég hef verið viðloðandi þennan leik lengi og veit alveg hvað er að gerast. En, nei, ég er ekki stressaður yfir því sem gæti gerst - það kemur bara í ljós," sagði Markov á blaðamannafundi. Hann er harður á því að lið hans hafi ekki haft heppnina með sér í leikjunum tveimur og skellir skuldinni einnig á dómarana: "Í báðum leikjunum hefur dómarinn verið á móti okkur. Við hefðum átt að fá víti í leiknum gegn Svíum, rétt áður en þeir skoruðu fyrsta markið og í leiknum gegn Dönum var dómarinn einfaldlega á móti okkur," sagði Plamen Markov og er ekki beint sjálfsgagnrýnin uppmáluð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×