Sport

Carvalho líklega til Chelsea

Enska úrvalsdeildarliðið Chelsea er á góðri leið með að tryggja sér portúgalska varnarmanninn Ricardo Carvalho frá Porto fyrir 17 milljónir punda. Carvalho, sem þykir vera einn besti varnarmaður Evrópu um þessar mundir, hefur einnig verið ofarlega á óskalistanum hjá Real Madrid en svo virðist sem Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea og fyrrum þjálfari Porto, hafi haft betur í baráttunni um þennan sterka varnarmann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×