Fín frumsýning 17. nóvember 2004 00:01 Nýtt og lítt reynt íslenskt handboltalandslið sýndi fína takta gegn Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik hins nýráðna landsliðsþjálfara, Viggó Sigurðssonar. Liðin mættust í World Cup í Svíþjóð og þrátt fyrir mikla baráttu og ágætt spil tókst íslenska liðinu ekki að ná stigi úr leiknum sem tapaðist með eins marks mun, 29-28. Ísland komst yfir 1-0 en eftir það tóku Þjóðverjar öll völd á vellinum. Þeir leiddu með þrem til fjórum mörkum nánast allan hálfleikinn en íslenska liðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk, 13-15, fyrir hlé. Íslensku strákarnir mættu grimmir í síðari hálfleik, héldu áfram að þjarma að Þjóðverjum og náðu forystu, 21-20. Þjóðverjar svöruðu með þrem mörkum, Ísland jafnaði, 23-23, en eftir það tóku Þjóðverjar yfirhöndina á ný og sigruðu með eins marks mun eins og áður segir. Það var margt jákvætt í leik íslenska liðsins í gær. Nýr og framsækinn varnarleikur gekk ágætlega og fór batnandi eftir því sem leið á leikinn. Viggó er klárlega með mannskap til þess að leysa þennan varnarleik með sóma og er ánægjulegt að sjá íslenska liðið spila eitthvað annað en 6/0 vörn. Sóknarleikurinn var nokkuð góður en tæknifeilarnir frægu eru enn við lýði og þeir reyndust dýrir í þessum leik. Ferskur blær einkenndi leik liðsins og íslenska landsliðið má svo sannarlega við ferskum vindum eftir slakt gengi og þunglamalegan leik í síðustu mótum. Róbert Gunnarsson fór á kostum í leiknum og sýndi svo ekki verður um villst að hann er orðinn leikmaður í heimsklassa. Sigfús Sigurðsson á ærið verkefni fyrir höndum að slá hann út úr liðinu. Það var áberandi í leiknum hversu mikið Róberti hefur farið fram sem varnarmanni og það er mjög jákvætt fyrir liðið. Markús Máni Michaelsson og Einar Hólmgeirsson hafa greinilega haft gott af því að fara til Þýskalands en þeir sýndu fína takta sem og Logi Geirsson. Markvarslan var ágæt en ekki meira en það. Dagur Sigurðsson er undir smásjá enda verið slakur í síðustu mótum. Hann hafði lítið fram að færa í leiknum sem og Garcia sem var átakanlega slakur. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari var frekar sáttur þegar Fréttablaðið náði tali af honum eftir leikinn. "Ég er þokkalega sáttur enda margt jákvætt í leiknum. Við féllum aftur á móti á því að gera of marga tæknifeila og við gáfum líka of mörg ódýr mörk þegar við vorum seinir að skila okkur til baka. Vörnin gekk vel á köflum sem var ánægjulegt að sjá. Ég lagði upp með fyrir leikinn að menn sýndu leikgleði og baráttu og það var ekki hægt að kvarta yfir því í leiknum," sagði Viggó Sigurðsson. henry@frettabladid.is Íþróttir Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira
Nýtt og lítt reynt íslenskt handboltalandslið sýndi fína takta gegn Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik hins nýráðna landsliðsþjálfara, Viggó Sigurðssonar. Liðin mættust í World Cup í Svíþjóð og þrátt fyrir mikla baráttu og ágætt spil tókst íslenska liðinu ekki að ná stigi úr leiknum sem tapaðist með eins marks mun, 29-28. Ísland komst yfir 1-0 en eftir það tóku Þjóðverjar öll völd á vellinum. Þeir leiddu með þrem til fjórum mörkum nánast allan hálfleikinn en íslenska liðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk, 13-15, fyrir hlé. Íslensku strákarnir mættu grimmir í síðari hálfleik, héldu áfram að þjarma að Þjóðverjum og náðu forystu, 21-20. Þjóðverjar svöruðu með þrem mörkum, Ísland jafnaði, 23-23, en eftir það tóku Þjóðverjar yfirhöndina á ný og sigruðu með eins marks mun eins og áður segir. Það var margt jákvætt í leik íslenska liðsins í gær. Nýr og framsækinn varnarleikur gekk ágætlega og fór batnandi eftir því sem leið á leikinn. Viggó er klárlega með mannskap til þess að leysa þennan varnarleik með sóma og er ánægjulegt að sjá íslenska liðið spila eitthvað annað en 6/0 vörn. Sóknarleikurinn var nokkuð góður en tæknifeilarnir frægu eru enn við lýði og þeir reyndust dýrir í þessum leik. Ferskur blær einkenndi leik liðsins og íslenska landsliðið má svo sannarlega við ferskum vindum eftir slakt gengi og þunglamalegan leik í síðustu mótum. Róbert Gunnarsson fór á kostum í leiknum og sýndi svo ekki verður um villst að hann er orðinn leikmaður í heimsklassa. Sigfús Sigurðsson á ærið verkefni fyrir höndum að slá hann út úr liðinu. Það var áberandi í leiknum hversu mikið Róberti hefur farið fram sem varnarmanni og það er mjög jákvætt fyrir liðið. Markús Máni Michaelsson og Einar Hólmgeirsson hafa greinilega haft gott af því að fara til Þýskalands en þeir sýndu fína takta sem og Logi Geirsson. Markvarslan var ágæt en ekki meira en það. Dagur Sigurðsson er undir smásjá enda verið slakur í síðustu mótum. Hann hafði lítið fram að færa í leiknum sem og Garcia sem var átakanlega slakur. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari var frekar sáttur þegar Fréttablaðið náði tali af honum eftir leikinn. "Ég er þokkalega sáttur enda margt jákvætt í leiknum. Við féllum aftur á móti á því að gera of marga tæknifeila og við gáfum líka of mörg ódýr mörk þegar við vorum seinir að skila okkur til baka. Vörnin gekk vel á köflum sem var ánægjulegt að sjá. Ég lagði upp með fyrir leikinn að menn sýndu leikgleði og baráttu og það var ekki hægt að kvarta yfir því í leiknum," sagði Viggó Sigurðsson. henry@frettabladid.is
Íþróttir Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira