Innlent

Stúdentar fagna ákvörðun

Formaður stúdentaráðs fagnar því að menntamálaráðherra skuli ætla að taka tillit til skoðana þeirra, varðandi skólagjöld í Háskóla Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur lýst þeirri skoðun sinni að ekki eigi að leggja skólagjöld á grunnnám, við Háskóla Íslands. Öðruvísi horfi hinsvegar með masters og doktorsnám, þar megi hugsa sér einhver gjöld. Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúdentaráðs, fagnar þessari afstöðu menntamálaráðherra. Hún segir að í framhaldi af þessu þurfi að skoða væntanlega stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, á Háskóla Íslands. Hún segir að á undanförnum árum hafi Háskólinn þurft að taka við sífellt fleiri nemendum, án þess að að fjárframlög ríkisins hækkuðu. Það þurfi því að fara ofan í saumana á innviðum skólans, til að sjá hvað sé hægt að nýta betur, og einnig að finna leiðir til þess að hann geti aukið tekjur sínar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×