Innlent

Framleiðni meiri á Mið-Atlantshafi

Vísbendingar eru um að lífræn framleiðni á og við Mið-Atlantshafshrygginn sé meiri en utan hans. Þetta hefur hið alþjóðlega rannsóknarverkefni MAR-ECO leitt í ljós en Hafrannsóknastofnun tekur þátt í verkefninu ásamt vísindamönnum fimmtán annarra landa. Í skoðunarleiðöngrum um hrygginn hefur komið í ljós að fjölbreytileiki lifríksins á Mið-Atlantshafshryggnum er geysimikill. Þannig fundust að minnsta kosti 300 tegundir fiska í leiðangrinum, þar á meðal kunna að vera tegundir sem ekki hefur verið lýst áður, og 50 tegundir smokkfiska og kolkrabba, þar af a.m.k. ein smokkfiskategund sem ekki hefur verið lýst áður. Ennfremur hafa fengist mikilvægar upplýsingar um útbreiðslu og magn helstu fisktegunda sem líklegt er talið að nýta megi frekar á komandi árum. Unnið verður úr sýnum, gögn greind og skrifað um niðurstöður á næstu árum en gert er ráð fyrir að því verki ljúki árið 2008.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×