Ert þú með lausar gervitennur? 27. október 2004 00:01 Tannmissir getur verið þungbær því við erum háðari tönnum okkar en við gerum okkur grein fyrir meðan við höfum þær. Tal okkar dregur dám af ástandi tannanna, við tyggjum matinn með tönnunum og hver vill ekki geta brosað breitt og óhindrað? Þetta á við hvort sem tennurnar eru okkar eigin eða við erum með gervitennur. Ef vel tekst til nær fólk yfirleitt að laga sig allvel að gervitönnum. Í fyrstu falla þær vel og sitja sæmilega fastar á undirlaginu, þ.e. gómunum. Með tímanum rýrnar þó beinið þar sem tannræturnar sátu áður. Ástæðan er skortur á álagi og áreiti vegna tyggingar. Þegar beinið rýrnar losna gervitennurnar, sérstaklega í neðri gómi. Þá er nauðsynlegt að fóðra hann. Efri tannagómurinn er hins vegar þannig gerður að hann sogar sig fastan við undirlagið að því tilskildu að hann hafi fallið vel að gómnum í upphafi. Los á efri gómi veldur því sjaldnar verulegum vandræðum. Margir grípa til þess örþrifaráðs að líma gervitennur sínar fastar með þar til gerðu lími sem fæst í lyfjaverslunum. En límið er aðskotahlutur, í það setjast matarleifar og gróðrarstía myndast fyrir sýkla sem aftur valda ertingu og andremmu. Lím myndar fyllingu milli gervigóms og munnslímhúðar og getur því riðlað bitinu, aukið á beineyðingu gómbeinsins og valdið skökku átaki á kjálkaliði, sem stundum leiðir til verkja í andliti, hálsi og höfði. Límið er því hvimleitt til lengdar og ætti ekki að nota nema til bráðabirgða meðan beðið er eftir fóðrun eða öðrum varanlegum ráðstöfunum. Með nútímatækni er hægt að festa gervitennur með svokölluðum tannplöntum. Tannplantar eru skrúfur úr hreinu títan sem græddar eru í beinið þar sem rætur tannanna sátu. Á þessar skrúfur má smíða stakar tennur eða önnur tanngervi. Útfærslur á tannplantagervum eru með ýmsu móti, allt frá tveimur tannplöntum í neðri gómi upp í sex til átta tannplanta í hvorum gómboga. Fer útfærslan eftir aðstæðum og ástandi góma. Þegar tveimur eða fleiri plöntum hefur verið komið fyrir má festa venjulegar gervitennur með smellum sem líkjast fatasmellum. Notandinn getur auðveldlega smellt tönnunum úr og í. Annar kostur er að byggja fastar brýr á tannplanta en þá er notanda ómögulegt að ná tanngervinu úr sér sjálfur, það er einungis á færi tannlæknis. Nú á dögum er unnt að leysa vanda tannlausra einstaklinga á hagkvæman og þægilegan hátt en ómetanlegar framfarir hafa orðið frá þeim tíma þegar einungis var hægt að bjóða lausa tanngóma. Enn sem komið er líta margir á tannplanta sem lúxusmeðferð enda er hún mun dýrari lausn en hefðbundnar gervitennur. Tennur sem festar eru eins og hér er lýst komast næst því að vera eins og náttúrulegar tennur þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Notkun tannplanta hefur aukist talsvert enda auka þeir mjög lífsgæði þeirra sem þurfa að nota gervitennur. Fólk getur talað, hlegið og tuggið án þess að eiga á hættu að tennurnar gangi til. <I>Höfundur er tannlæknir með munn- og tanngervalækningar sem sérgrein.<P> Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Tannmissir getur verið þungbær því við erum háðari tönnum okkar en við gerum okkur grein fyrir meðan við höfum þær. Tal okkar dregur dám af ástandi tannanna, við tyggjum matinn með tönnunum og hver vill ekki geta brosað breitt og óhindrað? Þetta á við hvort sem tennurnar eru okkar eigin eða við erum með gervitennur. Ef vel tekst til nær fólk yfirleitt að laga sig allvel að gervitönnum. Í fyrstu falla þær vel og sitja sæmilega fastar á undirlaginu, þ.e. gómunum. Með tímanum rýrnar þó beinið þar sem tannræturnar sátu áður. Ástæðan er skortur á álagi og áreiti vegna tyggingar. Þegar beinið rýrnar losna gervitennurnar, sérstaklega í neðri gómi. Þá er nauðsynlegt að fóðra hann. Efri tannagómurinn er hins vegar þannig gerður að hann sogar sig fastan við undirlagið að því tilskildu að hann hafi fallið vel að gómnum í upphafi. Los á efri gómi veldur því sjaldnar verulegum vandræðum. Margir grípa til þess örþrifaráðs að líma gervitennur sínar fastar með þar til gerðu lími sem fæst í lyfjaverslunum. En límið er aðskotahlutur, í það setjast matarleifar og gróðrarstía myndast fyrir sýkla sem aftur valda ertingu og andremmu. Lím myndar fyllingu milli gervigóms og munnslímhúðar og getur því riðlað bitinu, aukið á beineyðingu gómbeinsins og valdið skökku átaki á kjálkaliði, sem stundum leiðir til verkja í andliti, hálsi og höfði. Límið er því hvimleitt til lengdar og ætti ekki að nota nema til bráðabirgða meðan beðið er eftir fóðrun eða öðrum varanlegum ráðstöfunum. Með nútímatækni er hægt að festa gervitennur með svokölluðum tannplöntum. Tannplantar eru skrúfur úr hreinu títan sem græddar eru í beinið þar sem rætur tannanna sátu. Á þessar skrúfur má smíða stakar tennur eða önnur tanngervi. Útfærslur á tannplantagervum eru með ýmsu móti, allt frá tveimur tannplöntum í neðri gómi upp í sex til átta tannplanta í hvorum gómboga. Fer útfærslan eftir aðstæðum og ástandi góma. Þegar tveimur eða fleiri plöntum hefur verið komið fyrir má festa venjulegar gervitennur með smellum sem líkjast fatasmellum. Notandinn getur auðveldlega smellt tönnunum úr og í. Annar kostur er að byggja fastar brýr á tannplanta en þá er notanda ómögulegt að ná tanngervinu úr sér sjálfur, það er einungis á færi tannlæknis. Nú á dögum er unnt að leysa vanda tannlausra einstaklinga á hagkvæman og þægilegan hátt en ómetanlegar framfarir hafa orðið frá þeim tíma þegar einungis var hægt að bjóða lausa tanngóma. Enn sem komið er líta margir á tannplanta sem lúxusmeðferð enda er hún mun dýrari lausn en hefðbundnar gervitennur. Tennur sem festar eru eins og hér er lýst komast næst því að vera eins og náttúrulegar tennur þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Notkun tannplanta hefur aukist talsvert enda auka þeir mjög lífsgæði þeirra sem þurfa að nota gervitennur. Fólk getur talað, hlegið og tuggið án þess að eiga á hættu að tennurnar gangi til. <I>Höfundur er tannlæknir með munn- og tanngervalækningar sem sérgrein.<P>
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun