Sport

Tilboð streyma inn

Fjarskiptatæki þau er forráðamenn Barcelona ráða yfir hafa ekki þagnað síðustu daga eftir að Frank Rijkaard, þjálfari liðsins, lýsti því yfir í fjölmiðlum að nauðsyn væri að fá einn miðjumann og einn sóknarmann til liðsins um leið og leikmannamarkaðurinn í Evrópu opnar á ný í byrjun janúar. Hefur hvert liðið af fætur öðru haft samband og boðið hina og þessa leikmenn sína til kaups enda Barcelona einn af þeim klúbbum sem fær yfirdráttinn hækkaðan í bankanum án vandræða. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið sterklega eru Norðmaðurinn John Carew og sóknarmaðurinn Tote hjá Real Betis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×