Sport

Hættur við að hætta

Hnefaleikarinn Oscar de la Hoya íhugar nú að snúa aftur í hringinn eftir að hafa lýst yfir fyrr á árinu að hann væru hættur hnefaleikum. Golden Boy, eins og kappinn er þekktur, hyggst létta sig hið fyrsta og þannig fara niður um einn þyngdarflokk en hann segir möguleika sína þar sem hann er staddur nú vera litla og hefur ekki áhuga á að keppa aftur við sína skæðustu keppendur. Hoya var sem kunnugt sleginn niður af Bernard Hopkins fyrr í haust og var það í fyrsta sinn sem Hoya tapaði keppni á rothöggi og hann hefur lítinn áhuga að mæta Hopkins að nýju. Ekkert hefur verið ákveðið með neina bardaga á þessu stigi en Hoya vill missa nokkur kíló í viðbót áður en settur verður upp bardagi á nýjan leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×