Enn ein breska falsettusveitin 24. júní 2004 00:01 Ein af þeim hljómsveitum sem hafa verið að vekja athygli í Bretlandi á árinu er Southampton sveitin The Delays sem þykir minna á eðalpoppsveitir eins og The Byrds, Big Star og The Thrills. Trausti Júlíusson tékkaði á þessum nýjustu vonarstjörnum Rough Trade útgáfunnar. "Southampton er virkileg meðalmennskuborg að öllu leyti," segir Greg Gilbert forsprakki The Delays um borgina sína. Og hann bætir við: "Hún er ekkert þunglyndisleg eða sérstaklega hæggeng þannig að maður hefur enga rómantískar tilfinningar til hennar. Hún er bara meðalmennska." Fyrsta plata The Delays, Faded Seaside Glamour, er nýkomin út á vegum Rough Trade útgáfunnar og hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda. Undir áhrifum frá The La's Greg Gilbert var frekar utangátta á unglingsárunum. Á daginn var hann þessi skrítni í skólanum sem hlustaði á Prince og ABBA og á kvöldin hékk hann heima í herbergi með kassagítarinn og spilaði um leið og hann hlustaði á flugvélagnýinn frá Southampton flugvelli sem var í nágrenninu. "Allar þessar flugvélar sem voru sífellt að koma og fara gáfu manni tilfinningu fyrir því að heimurinn væri stór, en maður sæi bara ekkert af honum," segir hann. Árið 1996 ákvað Greg að stofna hljómsveit. Hann var undir miklum áhrifum frá indie-poppsveitinni The La's frá Liverpool. Greg spilaði á gítar og söng, Rowly spilaði á trommur og Colin Fox á gítar. Tónlistin var eins og mitt á milli popps The La's og rokks í anda Manic Street Preachers, en spiluð á kassagítara. Hljómsveitin fékk nafnið Corky og í byrjun voru meðlimirnir klæddir upp í hlébarðaskinn og málaðir um augun "til þess að vekja umtal" eins og Greg kallar það í dag. Árið 2001 þegar þeir voru búnir að æfa og spila í á ýmsum stöðum í Southampton og nágrenni í nokkur ár ákváðu þeir að reyna fyrir sér í London. Þeir bættu hljómborðsleikaranum og forritaranum Aaron Gilbert í hópinn og tónlistin fór að þróast yfir í einhverskonar nútímalega útgáfu af The Byrds. Og þeir breyttu nafninu í The Delays. Einkatónleikar fyrir Geoff Travis The Delays tóku upp demó og sendu til nokkurra plötufyrirtækja. Geoff Travis útgáfustjóri Rough Trade plötufyrirtækisins (maðurinn sem uppgötvaði The Strokes) heyrði upptökurnar og leist svo vel á þær að hann hélt rakleiðis til Southampton þar sem hljómsveitin hélt einkatónleika fyrir hann. Og hann gerði við þá samning í fyrra. Fyrstu smáskífurnar, Nearer Than Heaven, Hey Girl og Long Time Coming sýndu að þarna var mjög efnileg sveit á ferðinni og fyrsta stóra platan þeirra Faded Seaside Glamour staðfestir það enn frekar. Þó að hún boði enga byltingu í poppsögunni þá er hún er full af fínum lagasmíðum og skemmtilegum pælingum í sándi og útsetningum. Og Greg ætti að geta skoðað heiminn... Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Sjá meira
Ein af þeim hljómsveitum sem hafa verið að vekja athygli í Bretlandi á árinu er Southampton sveitin The Delays sem þykir minna á eðalpoppsveitir eins og The Byrds, Big Star og The Thrills. Trausti Júlíusson tékkaði á þessum nýjustu vonarstjörnum Rough Trade útgáfunnar. "Southampton er virkileg meðalmennskuborg að öllu leyti," segir Greg Gilbert forsprakki The Delays um borgina sína. Og hann bætir við: "Hún er ekkert þunglyndisleg eða sérstaklega hæggeng þannig að maður hefur enga rómantískar tilfinningar til hennar. Hún er bara meðalmennska." Fyrsta plata The Delays, Faded Seaside Glamour, er nýkomin út á vegum Rough Trade útgáfunnar og hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda. Undir áhrifum frá The La's Greg Gilbert var frekar utangátta á unglingsárunum. Á daginn var hann þessi skrítni í skólanum sem hlustaði á Prince og ABBA og á kvöldin hékk hann heima í herbergi með kassagítarinn og spilaði um leið og hann hlustaði á flugvélagnýinn frá Southampton flugvelli sem var í nágrenninu. "Allar þessar flugvélar sem voru sífellt að koma og fara gáfu manni tilfinningu fyrir því að heimurinn væri stór, en maður sæi bara ekkert af honum," segir hann. Árið 1996 ákvað Greg að stofna hljómsveit. Hann var undir miklum áhrifum frá indie-poppsveitinni The La's frá Liverpool. Greg spilaði á gítar og söng, Rowly spilaði á trommur og Colin Fox á gítar. Tónlistin var eins og mitt á milli popps The La's og rokks í anda Manic Street Preachers, en spiluð á kassagítara. Hljómsveitin fékk nafnið Corky og í byrjun voru meðlimirnir klæddir upp í hlébarðaskinn og málaðir um augun "til þess að vekja umtal" eins og Greg kallar það í dag. Árið 2001 þegar þeir voru búnir að æfa og spila í á ýmsum stöðum í Southampton og nágrenni í nokkur ár ákváðu þeir að reyna fyrir sér í London. Þeir bættu hljómborðsleikaranum og forritaranum Aaron Gilbert í hópinn og tónlistin fór að þróast yfir í einhverskonar nútímalega útgáfu af The Byrds. Og þeir breyttu nafninu í The Delays. Einkatónleikar fyrir Geoff Travis The Delays tóku upp demó og sendu til nokkurra plötufyrirtækja. Geoff Travis útgáfustjóri Rough Trade plötufyrirtækisins (maðurinn sem uppgötvaði The Strokes) heyrði upptökurnar og leist svo vel á þær að hann hélt rakleiðis til Southampton þar sem hljómsveitin hélt einkatónleika fyrir hann. Og hann gerði við þá samning í fyrra. Fyrstu smáskífurnar, Nearer Than Heaven, Hey Girl og Long Time Coming sýndu að þarna var mjög efnileg sveit á ferðinni og fyrsta stóra platan þeirra Faded Seaside Glamour staðfestir það enn frekar. Þó að hún boði enga byltingu í poppsögunni þá er hún er full af fínum lagasmíðum og skemmtilegum pælingum í sándi og útsetningum. Og Greg ætti að geta skoðað heiminn...
Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Sjá meira