Enn ein breska falsettusveitin 24. júní 2004 00:01 Ein af þeim hljómsveitum sem hafa verið að vekja athygli í Bretlandi á árinu er Southampton sveitin The Delays sem þykir minna á eðalpoppsveitir eins og The Byrds, Big Star og The Thrills. Trausti Júlíusson tékkaði á þessum nýjustu vonarstjörnum Rough Trade útgáfunnar. "Southampton er virkileg meðalmennskuborg að öllu leyti," segir Greg Gilbert forsprakki The Delays um borgina sína. Og hann bætir við: "Hún er ekkert þunglyndisleg eða sérstaklega hæggeng þannig að maður hefur enga rómantískar tilfinningar til hennar. Hún er bara meðalmennska." Fyrsta plata The Delays, Faded Seaside Glamour, er nýkomin út á vegum Rough Trade útgáfunnar og hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda. Undir áhrifum frá The La's Greg Gilbert var frekar utangátta á unglingsárunum. Á daginn var hann þessi skrítni í skólanum sem hlustaði á Prince og ABBA og á kvöldin hékk hann heima í herbergi með kassagítarinn og spilaði um leið og hann hlustaði á flugvélagnýinn frá Southampton flugvelli sem var í nágrenninu. "Allar þessar flugvélar sem voru sífellt að koma og fara gáfu manni tilfinningu fyrir því að heimurinn væri stór, en maður sæi bara ekkert af honum," segir hann. Árið 1996 ákvað Greg að stofna hljómsveit. Hann var undir miklum áhrifum frá indie-poppsveitinni The La's frá Liverpool. Greg spilaði á gítar og söng, Rowly spilaði á trommur og Colin Fox á gítar. Tónlistin var eins og mitt á milli popps The La's og rokks í anda Manic Street Preachers, en spiluð á kassagítara. Hljómsveitin fékk nafnið Corky og í byrjun voru meðlimirnir klæddir upp í hlébarðaskinn og málaðir um augun "til þess að vekja umtal" eins og Greg kallar það í dag. Árið 2001 þegar þeir voru búnir að æfa og spila í á ýmsum stöðum í Southampton og nágrenni í nokkur ár ákváðu þeir að reyna fyrir sér í London. Þeir bættu hljómborðsleikaranum og forritaranum Aaron Gilbert í hópinn og tónlistin fór að þróast yfir í einhverskonar nútímalega útgáfu af The Byrds. Og þeir breyttu nafninu í The Delays. Einkatónleikar fyrir Geoff Travis The Delays tóku upp demó og sendu til nokkurra plötufyrirtækja. Geoff Travis útgáfustjóri Rough Trade plötufyrirtækisins (maðurinn sem uppgötvaði The Strokes) heyrði upptökurnar og leist svo vel á þær að hann hélt rakleiðis til Southampton þar sem hljómsveitin hélt einkatónleika fyrir hann. Og hann gerði við þá samning í fyrra. Fyrstu smáskífurnar, Nearer Than Heaven, Hey Girl og Long Time Coming sýndu að þarna var mjög efnileg sveit á ferðinni og fyrsta stóra platan þeirra Faded Seaside Glamour staðfestir það enn frekar. Þó að hún boði enga byltingu í poppsögunni þá er hún er full af fínum lagasmíðum og skemmtilegum pælingum í sándi og útsetningum. Og Greg ætti að geta skoðað heiminn... Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Ein af þeim hljómsveitum sem hafa verið að vekja athygli í Bretlandi á árinu er Southampton sveitin The Delays sem þykir minna á eðalpoppsveitir eins og The Byrds, Big Star og The Thrills. Trausti Júlíusson tékkaði á þessum nýjustu vonarstjörnum Rough Trade útgáfunnar. "Southampton er virkileg meðalmennskuborg að öllu leyti," segir Greg Gilbert forsprakki The Delays um borgina sína. Og hann bætir við: "Hún er ekkert þunglyndisleg eða sérstaklega hæggeng þannig að maður hefur enga rómantískar tilfinningar til hennar. Hún er bara meðalmennska." Fyrsta plata The Delays, Faded Seaside Glamour, er nýkomin út á vegum Rough Trade útgáfunnar og hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda. Undir áhrifum frá The La's Greg Gilbert var frekar utangátta á unglingsárunum. Á daginn var hann þessi skrítni í skólanum sem hlustaði á Prince og ABBA og á kvöldin hékk hann heima í herbergi með kassagítarinn og spilaði um leið og hann hlustaði á flugvélagnýinn frá Southampton flugvelli sem var í nágrenninu. "Allar þessar flugvélar sem voru sífellt að koma og fara gáfu manni tilfinningu fyrir því að heimurinn væri stór, en maður sæi bara ekkert af honum," segir hann. Árið 1996 ákvað Greg að stofna hljómsveit. Hann var undir miklum áhrifum frá indie-poppsveitinni The La's frá Liverpool. Greg spilaði á gítar og söng, Rowly spilaði á trommur og Colin Fox á gítar. Tónlistin var eins og mitt á milli popps The La's og rokks í anda Manic Street Preachers, en spiluð á kassagítara. Hljómsveitin fékk nafnið Corky og í byrjun voru meðlimirnir klæddir upp í hlébarðaskinn og málaðir um augun "til þess að vekja umtal" eins og Greg kallar það í dag. Árið 2001 þegar þeir voru búnir að æfa og spila í á ýmsum stöðum í Southampton og nágrenni í nokkur ár ákváðu þeir að reyna fyrir sér í London. Þeir bættu hljómborðsleikaranum og forritaranum Aaron Gilbert í hópinn og tónlistin fór að þróast yfir í einhverskonar nútímalega útgáfu af The Byrds. Og þeir breyttu nafninu í The Delays. Einkatónleikar fyrir Geoff Travis The Delays tóku upp demó og sendu til nokkurra plötufyrirtækja. Geoff Travis útgáfustjóri Rough Trade plötufyrirtækisins (maðurinn sem uppgötvaði The Strokes) heyrði upptökurnar og leist svo vel á þær að hann hélt rakleiðis til Southampton þar sem hljómsveitin hélt einkatónleika fyrir hann. Og hann gerði við þá samning í fyrra. Fyrstu smáskífurnar, Nearer Than Heaven, Hey Girl og Long Time Coming sýndu að þarna var mjög efnileg sveit á ferðinni og fyrsta stóra platan þeirra Faded Seaside Glamour staðfestir það enn frekar. Þó að hún boði enga byltingu í poppsögunni þá er hún er full af fínum lagasmíðum og skemmtilegum pælingum í sándi og útsetningum. Og Greg ætti að geta skoðað heiminn...
Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira