Erlent

Fyrsta opinbera heimsóknin

Hinn nýgifti krónprins Dana, Friðrik, og kona hans, Mary Donaldson, eru nú stödd í Bretlandi í sinni fyrstu opinberu heimsókn frá því þau giftu sig í maí. Hjónakornin brostu sína blíðasta til ljósmyndara þegar þau mættu á opnun í Konunglegu listaakademíuna í London. Þar voru þau viðstödd sýningu á málverkum og skúlptúrum í eigu Dana. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×