Innlent

Vonskuveður fyrir norðan og austan

Vonskuveður er um norðan- og austanvert landið. Þar er víða ófært og ekkert ferðaveður. Illa hefur gengið að koma pósti til skila. Veðurspáin er ekki girnileg fyrir daginn. Búist er við stormi á norðan- og austanverðu landinu, og þar er víða vonskuveður, hríðarbylur og ekkert ferðaveður. Póstburðarfólk hefur skiljanlega átt erfitt með að sinna störfum sínum í veðrinu og á Akureyri hefur ekki verið borið út. Pökkum verður hins vegar komið til skila. Flutningabíll Íslandpósts með póst til Austfjarða fór ekki frá Reykjavík í gærkvöldi, þar sem horfurnar voru slæmar. Aðeins ríflega 200 farþegar áttu bókað far með Flugfélagi Íslands, en einhverjir afbókuðu þegar þeir fréttu af því að þeir kæmust kannski á leiðarenda, en sætu eftir á flugvellinum, þar sem engar rútur kæmust á flugvelli á norðan- og austanverðu landinu. Veðrið á enn eftir að versna í dag og nótt, og verður aftakaveður um austan- og suðaustanvert landið. Vindhraðinn gæti farið vel yfir 30 m á sekúndu. Um hádegisbil á morgun fer veðrið hins vegar batnandi, þó með áframhaldandi ofankomu norðantil.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×