Innlent

Vonskuveður fyrir norðan

Lögreglan á Akureyri sendi rétt fyrir klukkan tíu út aðvörun vegna mikillar snjókomu sem nú er í Eyjafirði og hvetur fólk til að halda sig heima við. Þar er búist við að veður versni og færð spillist enn frekar. Þegar er orðið ófært milli Akureyrar og Grenivíkur, einnig er ófært milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Mikil snjókoma er á Víkurskarði og eru snjóruðningstæki hætt að moka þar sem þau hafa ekki undan. Leiðindaveður er á Öxnadalsheiði og búist við að færð spillist þar, sérstaklega ef bætir í vind.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×