Innlent

Hátt í 3 milljónir jólakorta

Íslandspóstur hefur dreift hátt í þremur milljónum jólakorta undanfarna daga, sem lætur nærri að séu um það bil tíu jólakort á hvert mannsbarn í landinu. Jólakortið virðist því halda velli þrátt fyrir möguleikann á að senda jólakveðju á netinu eða með símaskilaboðum. 450 manns var bætt við starfslið Íslandspósts til að anna þessu og pakkaútburði og verða síðustu jólakortin borin út eitthvað fram yfir hádegið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×