Innlent

Saltfiskurinn kemst til skila

Minnstu mátti muna að þrálát óveður á Íslandsmiðum í oktober og nóvember hefðu áhrif á jólahald í Portúgal, Grikklandi og á Spáni, því fjöldinn allur í þessum löndum hefur saltfisk í jólamatinn og er íslenskur saltfiskur jafnan hæst skrifaður. Vegna ótíðar gátu bátar víða minna róið en venjulega á þessum árstíma og því barst minni þorskur í saltfiskvinnsluna en menn höfðu vonað. En sókndjarfir sægarpar í stórsjó og frosti og harðsnúnir saltarar í landi, náðu að framleiða upp í pantanir, þannig að jólaborðin munu svigna undan íslenskum saltfisksteikum á sólarströndum nú um jólin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×