Minnisleysi og mömmustrákar 14. júní 2004 00:01 Kvikmyndahúsin frumsýna í dag þrjár myndir sem eiga það sameiginlegt að vera allar gjörsamlega ólíkar hver annarri hvað efnisinnihald varðar. Allar snerta þær þó á samböndum kynjanna að einhverju leyti. Í myndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind er Joel (Jim Carrey) í sjúklegri ástarsorg. Hann veltir sér endalaust upp úr fortíðinni og reynir að átta sig á af hverju sambandið hafi ekki gengið. Þegar hann kemst svo að því að fyrrverandi kærastan Clementine (Kate Winslet) hefur gengist undir heilaþvott og látið stroka út allar minningar um hann leitar hann til sömu sérfræðinga. Hann lætur sjálfur heilaþvo sig en finnur svo fyrir ótta þegar hann kemst að því að hann vill ekki gleyma ástinni sinni. Með önnur hlutverk í myndinni fara Kirsten Dunst og Elijah Wood. Handrit myndarinnar er skrifað af honum óborganlega Charlie Kaufmann sem gerði handrit myndanna Being John Malkovich og Adaptation. Í norsku gamanmyndinni Mors Elling er það sérvitringurinn Elling sem þarf að takast á við samskipti sín við hitt kynið. Eða öllu heldur við mömmu sína. Sagan gerist á undan atburðum myndarinnar frá 2000 og leikritsins sem sló hér í gegn fyrir jól. Í upphafi þeirrar myndar dó mamma hans sem hann hafði alla tíð verið mjög háður. Í þessari mynd fáum við að sjá hversu rosalega háður hann var henni en í sögunni fara þau saman í sumarfrí til Spánar. Þar vonast hún til að hann nái báðum fótum niður á jörðina og geti séð um sig sjálfur, þar sem hana grunar að hún verði ekki til staðar það sem eftir er. Í gamanmyndinni Eurotrip kynnumst við ástinni í gegnum augu unglinga. Kærastan er nýbúin að sparka Scott þegar þýskur netvinur hans býður honum að koma í heimsókn til Evrópu. Fyrst bregður honum en ákveður svo að slá til þegar hann sér mynd af vinkonu sinni, sem er bráðmyndarleg. Hann fær nokkra félaga sína til liðs við sig og heldur til Evrópu, þar sem siðir og venjur eru allt öðruvísi en ungviðurinn á að venjast í Bandaríkjunum. Sérstaklega þegar kemur að hugmyndum um kynlíf. Menning Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Kvikmyndahúsin frumsýna í dag þrjár myndir sem eiga það sameiginlegt að vera allar gjörsamlega ólíkar hver annarri hvað efnisinnihald varðar. Allar snerta þær þó á samböndum kynjanna að einhverju leyti. Í myndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind er Joel (Jim Carrey) í sjúklegri ástarsorg. Hann veltir sér endalaust upp úr fortíðinni og reynir að átta sig á af hverju sambandið hafi ekki gengið. Þegar hann kemst svo að því að fyrrverandi kærastan Clementine (Kate Winslet) hefur gengist undir heilaþvott og látið stroka út allar minningar um hann leitar hann til sömu sérfræðinga. Hann lætur sjálfur heilaþvo sig en finnur svo fyrir ótta þegar hann kemst að því að hann vill ekki gleyma ástinni sinni. Með önnur hlutverk í myndinni fara Kirsten Dunst og Elijah Wood. Handrit myndarinnar er skrifað af honum óborganlega Charlie Kaufmann sem gerði handrit myndanna Being John Malkovich og Adaptation. Í norsku gamanmyndinni Mors Elling er það sérvitringurinn Elling sem þarf að takast á við samskipti sín við hitt kynið. Eða öllu heldur við mömmu sína. Sagan gerist á undan atburðum myndarinnar frá 2000 og leikritsins sem sló hér í gegn fyrir jól. Í upphafi þeirrar myndar dó mamma hans sem hann hafði alla tíð verið mjög háður. Í þessari mynd fáum við að sjá hversu rosalega háður hann var henni en í sögunni fara þau saman í sumarfrí til Spánar. Þar vonast hún til að hann nái báðum fótum niður á jörðina og geti séð um sig sjálfur, þar sem hana grunar að hún verði ekki til staðar það sem eftir er. Í gamanmyndinni Eurotrip kynnumst við ástinni í gegnum augu unglinga. Kærastan er nýbúin að sparka Scott þegar þýskur netvinur hans býður honum að koma í heimsókn til Evrópu. Fyrst bregður honum en ákveður svo að slá til þegar hann sér mynd af vinkonu sinni, sem er bráðmyndarleg. Hann fær nokkra félaga sína til liðs við sig og heldur til Evrópu, þar sem siðir og venjur eru allt öðruvísi en ungviðurinn á að venjast í Bandaríkjunum. Sérstaklega þegar kemur að hugmyndum um kynlíf.
Menning Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“