Minnisleysi og mömmustrákar 14. júní 2004 00:01 Kvikmyndahúsin frumsýna í dag þrjár myndir sem eiga það sameiginlegt að vera allar gjörsamlega ólíkar hver annarri hvað efnisinnihald varðar. Allar snerta þær þó á samböndum kynjanna að einhverju leyti. Í myndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind er Joel (Jim Carrey) í sjúklegri ástarsorg. Hann veltir sér endalaust upp úr fortíðinni og reynir að átta sig á af hverju sambandið hafi ekki gengið. Þegar hann kemst svo að því að fyrrverandi kærastan Clementine (Kate Winslet) hefur gengist undir heilaþvott og látið stroka út allar minningar um hann leitar hann til sömu sérfræðinga. Hann lætur sjálfur heilaþvo sig en finnur svo fyrir ótta þegar hann kemst að því að hann vill ekki gleyma ástinni sinni. Með önnur hlutverk í myndinni fara Kirsten Dunst og Elijah Wood. Handrit myndarinnar er skrifað af honum óborganlega Charlie Kaufmann sem gerði handrit myndanna Being John Malkovich og Adaptation. Í norsku gamanmyndinni Mors Elling er það sérvitringurinn Elling sem þarf að takast á við samskipti sín við hitt kynið. Eða öllu heldur við mömmu sína. Sagan gerist á undan atburðum myndarinnar frá 2000 og leikritsins sem sló hér í gegn fyrir jól. Í upphafi þeirrar myndar dó mamma hans sem hann hafði alla tíð verið mjög háður. Í þessari mynd fáum við að sjá hversu rosalega háður hann var henni en í sögunni fara þau saman í sumarfrí til Spánar. Þar vonast hún til að hann nái báðum fótum niður á jörðina og geti séð um sig sjálfur, þar sem hana grunar að hún verði ekki til staðar það sem eftir er. Í gamanmyndinni Eurotrip kynnumst við ástinni í gegnum augu unglinga. Kærastan er nýbúin að sparka Scott þegar þýskur netvinur hans býður honum að koma í heimsókn til Evrópu. Fyrst bregður honum en ákveður svo að slá til þegar hann sér mynd af vinkonu sinni, sem er bráðmyndarleg. Hann fær nokkra félaga sína til liðs við sig og heldur til Evrópu, þar sem siðir og venjur eru allt öðruvísi en ungviðurinn á að venjast í Bandaríkjunum. Sérstaklega þegar kemur að hugmyndum um kynlíf. Menning Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Kvikmyndahúsin frumsýna í dag þrjár myndir sem eiga það sameiginlegt að vera allar gjörsamlega ólíkar hver annarri hvað efnisinnihald varðar. Allar snerta þær þó á samböndum kynjanna að einhverju leyti. Í myndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind er Joel (Jim Carrey) í sjúklegri ástarsorg. Hann veltir sér endalaust upp úr fortíðinni og reynir að átta sig á af hverju sambandið hafi ekki gengið. Þegar hann kemst svo að því að fyrrverandi kærastan Clementine (Kate Winslet) hefur gengist undir heilaþvott og látið stroka út allar minningar um hann leitar hann til sömu sérfræðinga. Hann lætur sjálfur heilaþvo sig en finnur svo fyrir ótta þegar hann kemst að því að hann vill ekki gleyma ástinni sinni. Með önnur hlutverk í myndinni fara Kirsten Dunst og Elijah Wood. Handrit myndarinnar er skrifað af honum óborganlega Charlie Kaufmann sem gerði handrit myndanna Being John Malkovich og Adaptation. Í norsku gamanmyndinni Mors Elling er það sérvitringurinn Elling sem þarf að takast á við samskipti sín við hitt kynið. Eða öllu heldur við mömmu sína. Sagan gerist á undan atburðum myndarinnar frá 2000 og leikritsins sem sló hér í gegn fyrir jól. Í upphafi þeirrar myndar dó mamma hans sem hann hafði alla tíð verið mjög háður. Í þessari mynd fáum við að sjá hversu rosalega háður hann var henni en í sögunni fara þau saman í sumarfrí til Spánar. Þar vonast hún til að hann nái báðum fótum niður á jörðina og geti séð um sig sjálfur, þar sem hana grunar að hún verði ekki til staðar það sem eftir er. Í gamanmyndinni Eurotrip kynnumst við ástinni í gegnum augu unglinga. Kærastan er nýbúin að sparka Scott þegar þýskur netvinur hans býður honum að koma í heimsókn til Evrópu. Fyrst bregður honum en ákveður svo að slá til þegar hann sér mynd af vinkonu sinni, sem er bráðmyndarleg. Hann fær nokkra félaga sína til liðs við sig og heldur til Evrópu, þar sem siðir og venjur eru allt öðruvísi en ungviðurinn á að venjast í Bandaríkjunum. Sérstaklega þegar kemur að hugmyndum um kynlíf.
Menning Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira