Viðskipti

Andar köldu á milli Apple og Facebook

Það er stirt á milli þeirra Tims Cook og Marks Zuckerberg. Þeir hafa deilt lengi um söfnun persónulegra upplýsinga. Facebook er nú í klandri fyrir að brjóta gegn skilmálum samkomulags við Apple með meintu njósnaappi.

Viðskipti erlent

Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla

Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári.

Viðskipti innlent

Metár hjá Origo

Hagnaður Origo nam 5.285 milljónum króna á fjórða fjórðungi síðasta árs, samkvæmt nýbirtu uppgjöri upplýsingatæknifyrirtækisins, en þar af voru áhrif sölunnar á ríflega helmingshlut í Tempo um 5.098 milljónir króna.

Viðskipti innlent

Staða þjóðarbúsins ein sú besta í evrópskum samanburði

Hrein staða íslenska þjóðarbúsins gagnvart útlöndum er betri en víðast hvar á meðal Evrópuríkja. Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að breytt staða þjóðarbúsins ætti að leiða til lægri langtímavaxta. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir áframhaldandi útlit fyrir viðskiptaafgang við útlönd á næstu árum.

Viðskipti innlent

Ákæra á hendur Huawei gæti tafið uppbyggingu 5G kerfa

Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á búnaði frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Ákvörðunin gæti haft áhrif á uppbyggingu á 5G kerfum hér á landi.

Viðskipti innlent

Hafa væntingar um minni verðbólgu

Verðbólguvæntingar markaðsaðila bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá október síðastliðnum. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist svo í 3,7% og haldist þar út árið.

Viðskipti innlent

Setja kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu

Vodafone Group hefur sett kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þá hefur BT Group fjarlægt búnað Huawei úr farsímakerfum sínum í Bretlandi.

Viðskipti erlent

Apple selur færri iPhone

Tekjur Apple vegna sölu iPhone síma drógust saman um 15 prósent á síðasta en þrátt fyrir að tekjur af símasölu hafi dregist saman jukust tekjur fyrirtækisins af öðrum tækjum og þjónustu um 19 prósent.

Viðskipti erlent

Norwegian aflar sér ríflega 40 milljarða

Forsvarsmenn Norwegian Air Shuttle tilkynntu í gær að til stæði að auka hlutafé flugfélagsins um þrjá milljarða norskra króna, jafnvirði um 42 milljarða íslenskra króna, til þess að skjóta styrkari stoðum undir fjárhag félagsins.

Viðskipti erlent