Viðskipti erlent

Læknum og sjúkraliðum fækkar um 600 á Karolinska

Atli Ísleifsson skrifar
Björn Zoëga tók við starfi forstjóra Karolinska í ársbyrjun.
Björn Zoëga tók við starfi forstjóra Karolinska í ársbyrjun. karolinska
Háskólasjúkrahúsið Karolinska í Stokkhólmi í Svíþjóð hyggst fækka stöðum lækna við spítalann um 250 og sjúkraliðum um 350.Björn Zoëga, forstjóri Karolinska og fyrrverandi forstjóri Landspítalans, segir aðgerðirnar nauðsynlegar til að bregðast við fjárhagsvandræðum spítalans.Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Karolinska. Þar segir að fækkun starfsfólksins komi ekki til með að hafa áhrif á öryggi sjúklinga.„Háskólasjúkrahúsið Karolinska heldur áfram að aðlaga stofnunina að þeirri stærðargráðu sem krefst þess að sinna því verkefni að starfrækja hágæða og sérhæfða heilbrigðisþjónustu.“550 starfsmönnum innan stjórnsýslu spítalans var sagt upp í vor, en tap spítalans á síðasta ári nam 882 milljónum sænskra króna, um 11 milljörðum íslenskra króna.Alls starfa um 15.300 manns á spítalanum. Björn Zoëga var ráðinn nýr forstjóri spítalans í janúar síðastliðinn. Hann var forstjóri Landspítalans á árunum 2008 til 2013.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.