Viðskipti

Gengi Northern Rock rýkur upp vegna yfirtökufrétta

Gengi hlutabréfa í breska fasteignalánafyrirtækinu Northern Rock hefur hækkað um heil tíu prósent í dag eftir að fjárfestingafélagið JC Flowers greindi frá því að það hefði tryggt sér 15 milljarða punda, jafnvirði tæpra 1.900 milljarða íslenskra króna, sem mun nýtast við yfirtöku á félaginu.

Viðskipti erlent

Greiða atkvæði um sameiningu BYRS og SPK

Stjórn BYRS hefur boðað til stofnfjáreigendafundar í sparisjóðnum í dag. Ef og þegar stofnfjáreigendur hafa samþykkt sameininguna við Sparisjóð Kópavogs, sem allar líkur eru á að gerist, er búist er við að Fjármálaeftirlitið muni taka sér sinn tíma áður en stofnunin leggur blessun sína yfir málið.

Viðskipti innlent

Enn þröngt um lausafé á fjármálamörkuðum

Þrátt fyrir að losnað hafi um lausafé á ýmsum helstu fjármálamörkuðum heims er aðgengi að lausafé mun takmarkaðra en var fyrir óróann sem hófst í júlílok, og vextir á skammtímalánum enn háir. Álag á helstu millibankamörkuðum, miðað við stýrivexti, er þannig enn mun hærra en var í júlílok og raunar er álag á 3 mánaða innlánsvexti í Bandaríkjum og á evrusvæði með því hæsta sem verið hefur frá því sviptingarnar hófust.

Viðskipti erlent

Athafnalán fyrir konur hjá SPRON

Athafnalán eru ný lán sem veitt eru vegna rekstrar þar sem konur eru í lykilhlutverki. Lánin bjóðast fyrirtækjum sem eru í eigu kvenna eða rekin af konum og veitir SPRON lánin í samvinnu við Þróunarbanka Evrópu og Norræna fjárfestingarbankann.

Viðskipti innlent

Brú fjárfestir í útgerðarfyrirtæki

Brú II Venture Capital Fund hefur fjárfest fyrir sjö milljónir bandaríkjadala eða sem nemur 449 milljónum króna í sprotafyrirtækinu FS-10 ehf. sem er útgerðarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík. FS-10 var stofnað í þeim tilgangi að nýta íslenska sérfræðiþekkingu við útgerð stórra fiskiskipa á hafinu undan Máritaníu en stofnendur fyrirtækisins hafa víðtæka reynslu af sjávarútvegi.

Viðskipti innlent

Kraftur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa tók sprettinn við opnun viðskipta í Kauphöllinni í morgun og rauk Úrvalsvísitalan upp um 1,23 prósent. FL Group leiddi hækkanalestina en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 4,65 prósent. Þegar stundarfjórðungur var liðinn frá opnun Kauphallarinnar kom lækkanakippur sem olli því að bréf í Straumi tóku toppsætið af FL Group.

Viðskipti innlent

Milestone tekur stöðu í Carnegie

Fjárfestingafyrirtækið Milestone, í eigu þeirra Karls og Steingríms Wernerssona, hefur fjárfest grimmt í sænska bankanum Carnegie og er nú stærsti hluthafi bankans með 9,7% hlut. Að sögn danska blaðsins Börsen hefur Milestone greitt um 7,4 milljarða skr. fyrir hlutinn eða um 74 milljarða kr. Glitnir hefur einnig keypt hluti í bankanum og á nú 1,8 milljón hluti.

Viðskipti innlent

Morgan Stanley segir upp 600 manns

Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley ætlar að segja upp allt að 600 manns í hagræðingarskyni. Endurskipulagning stendur yfir á fasteignalánadeild fyrirtækisins. Fimm hundruð manns verður sagt upp í Bandaríkjunum en hundrað í Evrópu. Keppinautar bankans, svo sem Lehman Brothers, hafa gripið til svipaðra ráðstafana vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði.

Viðskipti erlent

Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Bretlandi

Samtök verslunar í Bretlandi segir nauðsynlegt að Englandsbanki lækki stýrivexti en það muni auka bjartsýni neytenda á horfur í efnahagsmálum. Vaxtaákvörðunarfundur Englandsbanka er á morgun en reiknað er með því að bankastjórnin haldi stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum að sinni.

Viðskipti erlent

Vísitölurnar upp og niður

Gengi hlutabréfavísitalna hefur sveiflast nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag. Hækkun var við lok viðskipta í Asíu í morgun og sló vísitalan í Kína enn eitt metið. Vísitölur í Evrópu hafa verið upp og niður. Bloomberg varar við of mikilli bjartsýni.

Viðskipti erlent

Er hæstánægður með höfuðstöðvarnar

Einar Einarssson, forstjóri Marel Food Systems í Bandaríkjunum, var hæstánægður með nýju höfuðstöðvarnar þegar hann settist niður með Jóni Aðalsteini Bergsveinssyni á meðan viðskiptavinir virtu fyrir sér nýjustu tækin frammi í sýningarsalnum.

Viðskipti innlent

AppliCon gullvottað

Þýski hugbúnaðarframleiðandinn SAP hefur veitt fyrirtækinu AppliCon gullvottun, en af um þrjátíu samstarfsfyrirtækjum SAP á Norðurlöndum hafa aðeins tvö náð þeim áfanga áður.

Viðskipti innlent

Sparisjóðir í ólgusjó breytinga

SPRON hefur varðað leið annarra sparisjóða í hlutafélagaformið. Nú síðast hafa stofnfjár­eigendur í Sparisjóði Svarfdæla samþykkt að stefnt skuli í þá átt og fleiri fylgjast grannt með ferlinu hjá SPRON. Sjóðum fækkar um leið og þeir stækka.

Viðskipti innlent

Bankahólfið: Forstjóraflétta

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur fundið sig vel í starfi stjórnar­formanns Reykjavík Energy Invest. Það er ekki mikið mál fyrir reynslubolta úr viðskiptalífinu að hoppa á milli starfa sem eru ólík en eiga samt mikið sameiginlegt.

Viðskipti innlent

Líf í tískutuskunum

Íslenski tískumarkaðurinn hefur aldrei verið fjölbreyttari. Nýjar verslanir spretta upp og Íslendingar virðast geta tekið endalaust við. En nú eru blikur á lofti. Tískuveldin NTC og Hagar hafa fengið bréf frá Samkeppniseftirlitinu þar sem óskað er skýringa á nýtilkomnu samstarfi keðjanna.

Viðskipti innlent

Promens kaupir framleiðslueiningu á Spáni

Promens yfirtók í dag framleiðslueiningu spænska fyrirtækisins STE Packaging Development á snyrtivöruumbúðum. Kaupverð er trúnaðarmál en það verður greitt með handbæru fé. Fyrirtækið er staðsett í Esparraguera, nálægt Barcelona á Spáni. Starfsmenn fyrirtækisins eru 33 talsins en árssala fyrirtækisins nemur 3,8 milljónum evra, 332 milljónum króna.

Viðskipti innlent

Ebay ofgreiddi fyrir Skype

Bandaríska uppboðsveitan Ebay segist hafa ofmetið verðið á netsímafyrirtækinu Skype. Fyrirtækið keypti fyrirtækið fyrir rétt um tveimur árum og greiddi fyrir það heila 2,6 milljarða dala, jafnvirði rúmlega 161 milljarð íslenskra króna.

Viðskipti erlent

Hlutabréf í FL Group á flugi

Hlutabréf í FL Group hafa hækkað um 5,09 prósent í kauphöllinni það sem af er degi. Almennt hafa hlutabréf hækkað í verði í dag og hefur úrvalsvísitalan hækkað um 2,13 prósent.

Viðskipti innlent

Léttúð í umgengni um yfirtökureglur

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital Fjárfestingarbanka, varar markaðsaðila við frjálslegri umgengni við reglur um yfirtökuskyldu og segir að slíkt virðingaleysi komi aðeins niður á þeim sjálfum. Til lengri tíma muni það rýra traust á markaðnum og þar með hægja á vexti hans.

Viðskipti innlent

Vill skýrari reglur um yfirtökuskyldur

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra vill skýrari reglur um yfirtökuskyldur fyrirtækja. Þetta sagði hann á ráðstefnu sem Fjármálaeftirlitið hélt í morgun. Ráðherra segir reglur um yfirtökuskyldu fyrirtækja afar óskýrar.

Viðskipti innlent

Miklar hækkanir í Japan

Miklar hækkanir urðu á hlutabréfum í Japan og komst Nikkei vísitalan í fyrsta skipti í átta vikur yfir 17 þúsund stig. Alls hækkaði Nikkei um 1,2 prósent.

Viðskipti erlent