Viðskipti

Bjartsýnn fyrir Íslands hönd

Norski hagfræðingurinn og fyrrum seðlabankastjórinn Svein Harald Øygard segist bjartsýnn fyrir hönd Íslands og segir mikil tækifæri vera fyrir hendi þegar kemur að því að renna styrkari stoðum undir efnahagslífið.

Viðskipti innlent

WOW tók á móti nýrri þotu

WOW air tók í gær á móti nýrri Airbus A320 vél, árgerð 2011, og fór hún með farþega WOW air frá London til Íslands í gærkvöldi. Þetta er fyrsta vélin af fjórum nýlegum Airbus A320 vélum sem WOW air mun taka í gagnið fyrir næsta vor. Vélin verður nýjasta þotan sem notuð er í áætlunarflugi til og frá Íslandi af íslensku flugfélagi. Nýju Airbus A320 vélarnar eru mun sparneytnari en eldri vélar félagsins og jafnframt menga þær umtalsvert minna. Engin breyting verður á samstarfi WOW air við Avion Express sem verður áfram flugrekstraraðili WOW air.

Viðskipti innlent

Rúmfatalagerinn á Austurveg

"Já, það er rétt, við ætlum að opna á Selfossi fyrir jól og hlökkum mikið að koma með starfsemin á Suðurland. Við erum að fá húsnæði Europris afhent og förum í kjölfarið að setja verslunina upp," sagði Bjarki Brynjarsson, markaðsstjóri Rúmfatalagersins þegar hann var spurður hvort það væri rétt að verslunin væri að koma á Selfoss.

Viðskipti innlent

Jónsi í Sigur Rós í nýrri auglýsingu Windows

Jón Þór Birgisson, sem oftast er kallaður Jónsi í Sigur Rós, flytur lagið sem hljómar í auglýsingu nýja Windows símans. Auglýsingin var birt á YouTube á sunnudaginn. Lagið er af plötu sem Jónsi gaf út einn síns liðs þegar Sigur Rós var í leyfi. Lagið heitir Go Do og platan heitir Go.

Viðskipti innlent

Fækka störfum um 3000

Danske bank, einn stærsti banki Danmerkur, ætlar að fækka störfum um 3000 allt til ársins 2015. Það er um 1000 fleiri störf en bankinn hafði áður gert ráð fyrir þurfa að leggja niður. Bankinn hyggst ýta úr vör nýrri aðgerðaráætlun, New Standard, og segja fjölmiðlar í Danmörku að bankinn sé með þeirri áætlun að viðurkenna að uppsveifla í danska hagkerfinu sé ekki á næsta leyti.

Viðskipti erlent

UBS segir 10 þúsund manns upp

Svissneski bankinn UBS ætlar að fækka störfum um 10 þúsund á starfstöðum bankans víðsvegar í heiminum. Bankinn mun draga úr viðskiptabankastarfsemi sinni. Störfunum verður fækkað á næstu þremur árum. Heildarfjöldi starfsmanna er 64 þúsund og því er um að ræða fækkun um 16%. UBS bankinn tapaði um 39 milljörðum svissneskra franka í fjármálakreppunni og ríkissjóður í Sviss þurfti að koma bankanum til bjargar svo hann færi ekki í þrot. Sergio Ermotti, forstjóri UBS, segir að ákvörðunin hafi verið erfið, því bankarekstur snúist að öllu leyti um fólkið sem vinnur hjá bankanum.

Viðskipti erlent

Síminn greiðir meira fyrir netsamband

Síminn og Farice hafa gert með sér nýjan samning um fjarskiptasamband við útlönd. Forstjóri Símans segir kostnað fyrirtækisins vegna veitingar netþjónustu aukast umtalsvert með samningnum. Verð á netþjónustu gæti hækkað.

Viðskipti innlent

Verða ekki af bótarétti sínum

Atvinnulausum býðst stuðningur Rannsóknaseturs verslunarinnar, Nýsköpunarmiðstöðvar og Vinnumálastofnunar við að stofna samvinnufélög. Tilgangurinn er að skapa fólki atvinnu og efla nýsköpun.

Viðskipti innlent

Enn er mikil velta á fasteignamarkaðinum

Mikil velta er áfram á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu. Alls var þinglýst 123 kaupsamningum um fasteignir í borginni í síðustu viku en það er 18 samningum meira en nemur meðaltalinu á viku undanfarna þrjá mánuði.

Viðskipti innlent

Farice hækkar verð á nettengingu við umheiminn

Síminn hefur náð þriggja ára samningum við Farice ehf. um fjarskiptasamband við útlönd, en síðarnefnda fyrirtækið heldur úti tveimur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Forstjóri Símans segir að samningarnir feli í sér umtalsverðar kostnaðarhækkarnir fyrir Símann.

Viðskipti innlent

Segja nauðasamninga ekki ógna stöðugleika

Lögmenn stærstu kröfuhafa Glitnis og Kaupþings segja útgreiðslu á mörg hundruð milljörðum króna til þeirra í erlendri mynt eftir að nauðasamningar hafa verið samþykktir, ekki ógna stöðugleika hér á landi. Útflæði á krónueign í eigu kröfuhafa verður stýrt í samræmi við reglur Seðlabanka Íslands.

Viðskipti innlent

Gengi Haga komið yfir 20

Gengi smásölurisans Haga hefur hækkað um 2,26 prósent það sem af er degi, og er gengi bréfa félagsins nú 20,26. Gengi bréfa félagsins hafa hækkað jafnt og þétt frá því að félagið var skráð á markað, en við upphaf skráningarferils var gengi bréfa félags 13,5.

Viðskipti innlent