Viðskipti

Landsbankinn selur Aurum

Þrotabú Landsbanka Íslands tilkynnti á fimmtudagskvöld um sölu á um 60 prósenta hlut sínum í breska félaginu Aurum Holdings Limited, en Aurum á verslanakeðjurnar Goldsmiths, Mappin&Webb og Watches of Switzerland. Kaupandinn er bandaríski fjárfestingasjóðurinn Apollo Global Management. Kaupverðið fæst ekki uppgefið en breskir fjölmiðlar hafa talið að heildarvirði félagsins sé um 36,3 milljarðar króna. Miðað við það verð hefur þrotabú bankans fengið tæpa 22 milljarða króna fyrir hlut sinn. Don McCarthy, sem var einnig stór eigandi í Aurum, hættir sem stjórnarformaður.

Viðskipti innlent

Norðurál undirritaði samning um þriggja milljarða verkefni

Norðurál undirritaði í dag verksamning við Íslenska aðalverktaka um byggingu 1600 fermetra mannvirkja við álverið á Grundartanga. Samningurinn er fyrsti áfangi í fimm ára fjárfestingarverkefni Norðuráls þar sem markmiðið er að auka framleiðni, bæta rekstraröryggi og auka framleiðslu um allt að 50 þúsund tonn af áli á ári.

Viðskipti innlent

Ótrúlegt að ekki hafi orðið óeirðir

Lars Christensen, forstöðumaður greiningadeildar Danske Bank, telur Íslendingum hafa tekist vel upp í tiltekt sinni í ríkisfjármálum. Hann sagði Þórði Snæ Júlíussyni að lausnin á vandamálum þjóðarinnar lægi ekki í nýjum gjaldmiðli og að afnema ætti gjalde

Viðskipti innlent

Hrífandi í annríki dagsins

Íslenskar konur hrósa nú happi yfir nýjasta fengnum á sviði förðunar því nú fást loks vörur heimsþekkta snyrtivörumerkisins Smashbox á Íslandi. Þær eru fullkomnar fyrir konur sem eiga annríkt og þurfa alltaf að vera upp á sitt besta, og eru á góðu verði.

Kynningar

Bera bankamenn ábyrgð á heimskreppunni? Sanngjörn spurning, segir Lars

Lars Christensen, aðalgreinandi Danske Bank, segist líta svo að hið mikla hrun á fjármálamörkuðum haustið 2008, sem hagkerfi heimsins eru enn að súpa seyðið af, eigi sér skýringar í mörgum þáttum. Lars er gestur nýjasta þáttar Klinksins, þar sem hann ræðir um stöðu Íslands eftir hrunið, stöðu efnahagsmála í Evrópu og Danmörku, svo eitthvað sé nefnt.

Viðskipti innlent

Apple vill bylta sjónvarpsglápinu

Apple mun leggja höfuðáherslu á þróun Apple TV margmiðlunarspilarans eða svipaðrar vöru á næstu misserum. Þetta tilkynnti Tim Cook, framkvæmdastjóri tæknirisans í dag en hann var gestur í fréttaskýringarþætti NBC, Rock Center.

Viðskipti erlent

Frjálsi er sá næstbesti

Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn næstbesti lífeyrissjóður smáþjóða af fagtímaritinu Investment Pension Europe (IPE). Besti lífeyrissjóðurinn í flokknum var valinn Hotel Employees Provident Fund á Kýpur.

Viðskipti innlent

Ein stærstu flugvélakaup í Íslandssögunni

Kaupin á Boeing 737 vélunum sem Icelandair Group hefur ákveðið að fara í eru líklega þau stærstu í sögunni, segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri félagsins. "Líklega eru þau það," segir hann í samtali við Vísi. "Án þess að ég hafi farið mikið ofan í söguna hvað það varðar," segir hann. Fyrirtækið tilkynnti í morgun að ákveðið hefði verið að ráðast í kaup á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 vélar með kauprétt á sex til viðbótar. Verðmæti þessa tólf véla er 180 milljarðar króna.

Viðskipti innlent

„Leiðinleg“ staða á Íslandi - danskir bankar voru á barmi hruns

"Ég myndi segja að það væri frekar leiðinleg staða á Íslandi núna, þ.e. að efnahagslífið einkennist af ákveðnum stöðugleika, en um leið óvissu. Þetta svona á vissan hátt frekar líflítil og leiðinleg staða,“ segir Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske bank, stærsta banka Danmerkur. Hann gestur nýjast þáttar Klinksins sem aðgengilegur er hér á Vísi.

Viðskipti innlent

Segir Íslendinga brjóta gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar

Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo sakar Íslendinga um að brjóta reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og ætlar senda formlega kvörtun til íslenskra stjórnvalda. Ástæðan er sú að honum hefur verið gert að sækja aftur um leyfi til þess að byggja upp ferðamannaparadís á Grímsá á Fjöllum. Nubo segir í samtali við kínverska fjölmiðla að ákvörðunin um að láta hann sækja um aftur sé kínverskum fjárfestum klárlega mismunað.

Viðskipti innlent

Lýður Guðmundsson fyrir dómi

Þeir Lýður Guðmundsson, oftast kenndur við Bakkavör, og Bjarnfreður Ólafsson hæstaréttarlögmaður voru mættir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þegar fyrirtaka fór fram í máli sérstaks saksóknara gegn þeim.

Viðskipti innlent

Auðbjörg segir upp 27 manns

Útgerðarfyrirtækið Auðbjörg ehf. í Þorlákshöfn hefur sagt upp 27 starfsmönnum fyrirtækisins, 13 í landvinnslu og 14 manna áhöfn á línubátnum Arnarbergi ÁR-150, segir á fréttavefnum dfs. Starfsfólkið í landvinnslunni hættir um áramótin en sjómennirnir hafa hætt nú þegar. Fyrirtækið á fjóra báta en ætlar að selja tvo þeirra. Nú eru eftir 45 starfsmenn hjá fyrirtækinu.

Viðskipti erlent