Viðskipti

Lífrænar danskar kartöflur voru teknar upp í Egyptalandi

Danski kartöfluframleiðandinn Svanholm er kominn í sviðsljós fjölmiðla þar í landi. Svanholm auglýsir á umbúðum sínum að kartöflur frá þeim séu lífrænt ræktaðar undir opinberu eftirliti. Það hefur hinsvegar komið í ljós að kartöflurnar sem eru til sölu frá Svanholm þessa dagana voru teknar upp í Egyptalandi.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað að nýju á síðustu tveimur sólarhringum. Tunnan af Brent olíunni er komin í rúma 103 dollara en verð hennar fór undir 100 dollara síðasta mánudagsmorgun og hefur verð hennar því hækkað um 3% á þessu tímabili.

Viðskipti erlent

Horfur á hækkandi makrílverði í sumar

Nú í upphafi makrílvertíðar eru horfur nokkuð góðar á helstu mörkuðum fyrir makrílinn. Birgðir eru litlar og eftirspurn er fyrir hendi og líkur á að verð verði hærra en á síðustu vertíð. Þá hafði það reyndar lækkað töluvert frá árinu áður, þegar það var í hámarki. Búast má við að heildarframboð af makríl í ár verði svipað og í fyrra.

Viðskipti innlent

SFÚ óskar eftir fundi með Sigurði Inga

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, árnaðaróskir um farsæld í nýju starfi og beðið um fund með ráðherranum til að ræða málefni samtakanna. Samkeppnisumhverfi í sjávarútvegi hallar mjög á sjálfstæða framleiðendur og stjórnvöld hafa látið undir höfuð leggjast að lagfæra samkeppnisskilyrði þrátt fyrir eindregin tilmæli m.a. frá Samkeppniseftirlitinu.

Viðskipti innlent

Uppsetningu Metanstöðvar á Akureyri seinkar

Ljóst er að allnokkur seinkun verður á því að hægt verði að hefja vinnslu hauggass frá urðunarstaðnum á Glerárdal við Akureyri. Tafirnar stafa af seinkun á afhendingu hreinsistöðvar frá framleiðanda hennar, Greenlane í Svíþjóð. Áætlanir nú gera ráð fyrir að sala metangass geti hafist fyrir áramótin.

Viðskipti innlent

Erlend staða þjóðarbúsins fer batnandi

Erlend staða þjóðarbúsins fer batnandi en að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð er erlenda staðan neikvæð um 453 milljarða kr. eða 54% af landsframleiðslu. Í mars var hlutfallið 60% og í apríl var það 58% og þá er miðað við að leiðrétt hafi verið fyrir skuldum Actavis.

Viðskipti innlent

Viðskiptajöfnuðurinn hagstæður um 5,6 milljarða

Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 5,6 milljarða kr. í ársfjórðungnum samanborið við rúmlega 15 milljarða kr. óhagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 25,6 milljarða kr. og 0,6 milljarða kr. af þjónustuviðskiptum.

Viðskipti innlent

Kauphallareftirlitið kannar ónákvæmni í frétt RUV

Kauphallareftirlitið er að kanna það sem Steinn Logi Björnsson forstjóri Skipta hf. kallar ónákvæmni í frétt sem flutt var í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Fréttin fjallaði um að endurskipulagningu Skipta væri lokið og í henni talin upp helstu atriði í samkomulagi sem náðst hefur við kröfuhafa félagsins.

Viðskipti innlent

Hlutabréfaviðskipti jukust um yfir 700% milli ára í maí

Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni í maímánuði námu 38.3 milljörðum kr. eða 1.916 milljónum kr. á dag. Það er 718% hækkun á milli ára, samanborið við 234 milljóna króna veltu á dag í maí í fyrra, og 41% hækkun frá fyrri mánuði, en viðskipti með hlutabréf í aprílmánuði námu 1.356 milljónum kr. á dag.

Viðskipti innlent