Viðskipti Kröfuhöfum kynntar breytingar hjá ÍLS í sumar Kröfuhöfum Íbúðalánasjóðs (ÍLS) verða kynntar breytingar á skilmálum á útgefnum skuldabréfum sjóðsins í sumar. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni þar sem Sjöfn Ingólfsdóttir staðfestir þessa tímasetningu. Viðskipti innlent 5.6.2013 09:02 Slitastjórn Landsbankans seldi kröfur í Glitni fyrir 28 milljarða Slitastjórn gamla Landsbankans (LBI) seldi í mars allar kröfur sínar á hendur þrotabúi Glitnis fyrir 28 milljarða króna. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst var bandarískur vogunarsjóður í eigu John Paulson á meðal þeirra sem keyptu hluta af kröfunum. Viðskipti innlent 5.6.2013 08:14 Lífrænar danskar kartöflur voru teknar upp í Egyptalandi Danski kartöfluframleiðandinn Svanholm er kominn í sviðsljós fjölmiðla þar í landi. Svanholm auglýsir á umbúðum sínum að kartöflur frá þeim séu lífrænt ræktaðar undir opinberu eftirliti. Það hefur hinsvegar komið í ljós að kartöflurnar sem eru til sölu frá Svanholm þessa dagana voru teknar upp í Egyptalandi. Viðskipti erlent 5.6.2013 07:59 Sonur Kamprad tekur við stjórn IKEA veldisins Ingvar Kamprad stofnandi IKEA mun hætta í stjórn móðurfélags verslunarkeðjunnar á næstu dögum. Sonur hans, Matthias Kamprad, verður stjórnarformaður félagsins í framhaldinu. Viðskipti erlent 5.6.2013 07:40 Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað að nýju á síðustu tveimur sólarhringum. Tunnan af Brent olíunni er komin í rúma 103 dollara en verð hennar fór undir 100 dollara síðasta mánudagsmorgun og hefur verð hennar því hækkað um 3% á þessu tímabili. Viðskipti erlent 5.6.2013 07:14 Seðlabankinn seldi gjaldeyri fyrir tæpan milljarð í maí Seðlabankinn seldi gjaldeyri fyrir tæpan milljarð kr. á millibankamarkaðinum í maí. Þetta kemur fram í hagtölum bankans. Viðskipti innlent 5.6.2013 07:01 Með þriðju mestu verðbólguna Meðalverðbólga í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hefur ekki verið minni síðan í október 2009. Viðskipti innlent 5.6.2013 00:01 Sigmundur segir skuldaniðurfellingu mögulega fyrir árslok Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að skuldaniðurfelling hjá heimilum landsins sé möguleg fyrir árslok. Að vísu svo með þeim fyrirvara að búið verði að semja við erlenda kröfuhafa um málið fyrir þann tíma. Viðskipti innlent 4.6.2013 13:56 Langtímaatvinnuleysi í sögulegu hámarki í ESB Langtímaatvinnuleysi í löndunum innan Evrópusambandsins hefur aldrei verið meira í sögunni. Nær helmingur af þeim 26,5 milljónum manna sem eru atvinnulausir innan sambandsins, eða 45%, hafa verið svo í eitt ár eða lengur. Viðskipti erlent 4.6.2013 13:14 Horfur á hækkandi makrílverði í sumar Nú í upphafi makrílvertíðar eru horfur nokkuð góðar á helstu mörkuðum fyrir makrílinn. Birgðir eru litlar og eftirspurn er fyrir hendi og líkur á að verð verði hærra en á síðustu vertíð. Þá hafði það reyndar lækkað töluvert frá árinu áður, þegar það var í hámarki. Búast má við að heildarframboð af makríl í ár verði svipað og í fyrra. Viðskipti innlent 4.6.2013 12:57 SFÚ óskar eftir fundi með Sigurði Inga Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, árnaðaróskir um farsæld í nýju starfi og beðið um fund með ráðherranum til að ræða málefni samtakanna. Samkeppnisumhverfi í sjávarútvegi hallar mjög á sjálfstæða framleiðendur og stjórnvöld hafa látið undir höfuð leggjast að lagfæra samkeppnisskilyrði þrátt fyrir eindregin tilmæli m.a. frá Samkeppniseftirlitinu. Viðskipti innlent 4.6.2013 12:36 Atvinnuleysi á Spáni minnkaði í maí Atvinnuleysi á Spáni minnkaði um rétt tæp 2% í maí og fór niður í 25%. Hér er hinsvegar að mestu leyti um tímabundnar ráðningar í ferðaþjónustugeira landsins að ræða fyrir sumarvertíðina. Viðskipti erlent 4.6.2013 12:15 Heimsmarkaðsverð á áli réttir úr kútnum Heimsmarkaðsverð á áli hefur rétt aðeins úr kútnum á síðustu dögum. Verðið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga stendur nú í 1919 dollurum á tonnið. Viðskipti erlent 4.6.2013 11:16 Krumpaði kötturinn fær eigin Hollywood mynd Ákveðið hefur verið að gera Hollywood mynd um Krumpaða köttinn eða Grumpy Cat en þessi köttur hefur verið eitt allra vinsælasta gæludýrið á netsíðum eins og Facebook og YouTube undanfarið ár. Viðskipti erlent 4.6.2013 10:45 Uppsetningu Metanstöðvar á Akureyri seinkar Ljóst er að allnokkur seinkun verður á því að hægt verði að hefja vinnslu hauggass frá urðunarstaðnum á Glerárdal við Akureyri. Tafirnar stafa af seinkun á afhendingu hreinsistöðvar frá framleiðanda hennar, Greenlane í Svíþjóð. Áætlanir nú gera ráð fyrir að sala metangass geti hafist fyrir áramótin. Viðskipti innlent 4.6.2013 10:25 Íhuga að skipta RBS upp í góðan og slæman banka Meðlimir breskrar þingnefndar sem kannað hafa stöðu og framtíð Royal Bank of Scotland (RBS) munu hafa íhugað þann möguleika að skipta RBS upp í góðan banka og slæman. Viðskipti erlent 4.6.2013 10:14 Oxymap selur súrefnismæli til Sviss Nýsköpunarfyrirtækið Oxymap er búið er að selja súrefnismæli sinn í fjórum heimsálfum en í júní verður fimmtánda tækið afgreitt til Sviss. Viðskipti innlent 4.6.2013 09:43 Telja rússnesku vetrarólympíuleikana risavaxna svikamyllu Tveir af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segja að undirbúningur og bygging mannvirkja fyrir vetrarólympíuleikana í Sochi sé risavaxin svikamylla. Þegar hafi allt að 30 milljörðum dollara, eða um 3.600 milljörðum kr., verið stolið í tengslum við undirbúning leikanna. Viðskipti erlent 4.6.2013 09:28 Staða sveitarfélaganna fer batnandi Staða sveitarfélaga landsins hefur farið batnandi á síðasta ári. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka. Viðskipti innlent 4.6.2013 08:45 Kröfuhafar Landsbankans gætu setið fastir í gjaldeyrishöftunum Takist ekki að semja um lengingu á 290 milljarða kr. erlendum skuldabréfum milli gamla og nýja Landsbankans, sem eiga að greiðast upp 2014-2018, er sennilegt að kröfuhafar bankans muni sitja fastir með reiðufé sitt innan hafta á Íslandi um "ófyrirsjáanlega“ framtíð. Viðskipti innlent 4.6.2013 07:58 Áfram fjör á fasteignamarkaðinum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 134. Þetta er töluvert fleiri samningar en nemur meðaltalinu undanfarna þrjá mánuði sem er 105 samningar á viku. Viðskipti innlent 4.6.2013 07:40 Árni Stefánsson ráðinn forstjóri Húsasmiðjunnar Árni Stefánsson hefur verið ráðinn forstjóri Húsasmiðjunnar og tekur við af Sigurði Arnari Sigurðssyni sem hefur verið forstjóri fyrirtækisins í þrjú ár. Viðskipti innlent 4.6.2013 07:31 Erlend staða þjóðarbúsins fer batnandi Erlend staða þjóðarbúsins fer batnandi en að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð er erlenda staðan neikvæð um 453 milljarða kr. eða 54% af landsframleiðslu. Í mars var hlutfallið 60% og í apríl var það 58% og þá er miðað við að leiðrétt hafi verið fyrir skuldum Actavis. Viðskipti innlent 4.6.2013 07:14 Viðskiptajöfnuðurinn hagstæður um 5,6 milljarða Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 5,6 milljarða kr. í ársfjórðungnum samanborið við rúmlega 15 milljarða kr. óhagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 25,6 milljarða kr. og 0,6 milljarða kr. af þjónustuviðskiptum. Viðskipti innlent 4.6.2013 07:03 Nýr vefmiðill um sjávarútvegsmál Nýr vefmiðill kvótinn.is hefur hafið göngu á netinu. Ritstjóri vefsins er Hjörtur Gíslason einn reyndasti sjávarútvegsblaðamaður landsins, en hann var áður blaðamaður á Morgunblaðinu. Viðskipti innlent 3.6.2013 17:10 Kauphallareftirlitið kannar ónákvæmni í frétt RUV Kauphallareftirlitið er að kanna það sem Steinn Logi Björnsson forstjóri Skipta hf. kallar ónákvæmni í frétt sem flutt var í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Fréttin fjallaði um að endurskipulagningu Skipta væri lokið og í henni talin upp helstu atriði í samkomulagi sem náðst hefur við kröfuhafa félagsins. Viðskipti innlent 3.6.2013 14:55 Hlutabréfaviðskipti jukust um yfir 700% milli ára í maí Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni í maímánuði námu 38.3 milljörðum kr. eða 1.916 milljónum kr. á dag. Það er 718% hækkun á milli ára, samanborið við 234 milljóna króna veltu á dag í maí í fyrra, og 41% hækkun frá fyrri mánuði, en viðskipti með hlutabréf í aprílmánuði námu 1.356 milljónum kr. á dag. Viðskipti innlent 3.6.2013 14:20 Century gengur frá kaupum á álveri af Rio Tinto Century Aluminum móðurfélag Norðuráls hefur gengið frá kaupunum á Sebree álverinu í Kentucky af Rio Tinto Alcan móðurfélagi álversins í Straumsvík. Viðskipti erlent 3.6.2013 13:53 Hrun í kauphöll Tyrklands vegna mótmælanna Mótmælin í Istanbúl höfuðborg Tyrklands undanfarna daga hafa valdið hruni í kauphöll landsins í dag. Vísitala kauphallarinnar hefur lækkað um 8% í og um 15% frá því 22. maí þegar hún náði sögulegu hámarki. Viðskipti erlent 3.6.2013 13:40 IATA spáir 67% aukningu á hagnaði flugfélaga í ár Alþjóðaflugumferðarstofnunin IATA spáir því að hagnaður flugfélaga heimsins muni aukast um 20% umfram það sem stofnunin spáði fyrir aðeins þremur mánuðum. Gangi spáin eftir mun hagnaðurinn aukast um 67% frá fyrra ári. Viðskipti erlent 3.6.2013 13:07 « ‹ ›
Kröfuhöfum kynntar breytingar hjá ÍLS í sumar Kröfuhöfum Íbúðalánasjóðs (ÍLS) verða kynntar breytingar á skilmálum á útgefnum skuldabréfum sjóðsins í sumar. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni þar sem Sjöfn Ingólfsdóttir staðfestir þessa tímasetningu. Viðskipti innlent 5.6.2013 09:02
Slitastjórn Landsbankans seldi kröfur í Glitni fyrir 28 milljarða Slitastjórn gamla Landsbankans (LBI) seldi í mars allar kröfur sínar á hendur þrotabúi Glitnis fyrir 28 milljarða króna. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst var bandarískur vogunarsjóður í eigu John Paulson á meðal þeirra sem keyptu hluta af kröfunum. Viðskipti innlent 5.6.2013 08:14
Lífrænar danskar kartöflur voru teknar upp í Egyptalandi Danski kartöfluframleiðandinn Svanholm er kominn í sviðsljós fjölmiðla þar í landi. Svanholm auglýsir á umbúðum sínum að kartöflur frá þeim séu lífrænt ræktaðar undir opinberu eftirliti. Það hefur hinsvegar komið í ljós að kartöflurnar sem eru til sölu frá Svanholm þessa dagana voru teknar upp í Egyptalandi. Viðskipti erlent 5.6.2013 07:59
Sonur Kamprad tekur við stjórn IKEA veldisins Ingvar Kamprad stofnandi IKEA mun hætta í stjórn móðurfélags verslunarkeðjunnar á næstu dögum. Sonur hans, Matthias Kamprad, verður stjórnarformaður félagsins í framhaldinu. Viðskipti erlent 5.6.2013 07:40
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað að nýju á síðustu tveimur sólarhringum. Tunnan af Brent olíunni er komin í rúma 103 dollara en verð hennar fór undir 100 dollara síðasta mánudagsmorgun og hefur verð hennar því hækkað um 3% á þessu tímabili. Viðskipti erlent 5.6.2013 07:14
Seðlabankinn seldi gjaldeyri fyrir tæpan milljarð í maí Seðlabankinn seldi gjaldeyri fyrir tæpan milljarð kr. á millibankamarkaðinum í maí. Þetta kemur fram í hagtölum bankans. Viðskipti innlent 5.6.2013 07:01
Með þriðju mestu verðbólguna Meðalverðbólga í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hefur ekki verið minni síðan í október 2009. Viðskipti innlent 5.6.2013 00:01
Sigmundur segir skuldaniðurfellingu mögulega fyrir árslok Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að skuldaniðurfelling hjá heimilum landsins sé möguleg fyrir árslok. Að vísu svo með þeim fyrirvara að búið verði að semja við erlenda kröfuhafa um málið fyrir þann tíma. Viðskipti innlent 4.6.2013 13:56
Langtímaatvinnuleysi í sögulegu hámarki í ESB Langtímaatvinnuleysi í löndunum innan Evrópusambandsins hefur aldrei verið meira í sögunni. Nær helmingur af þeim 26,5 milljónum manna sem eru atvinnulausir innan sambandsins, eða 45%, hafa verið svo í eitt ár eða lengur. Viðskipti erlent 4.6.2013 13:14
Horfur á hækkandi makrílverði í sumar Nú í upphafi makrílvertíðar eru horfur nokkuð góðar á helstu mörkuðum fyrir makrílinn. Birgðir eru litlar og eftirspurn er fyrir hendi og líkur á að verð verði hærra en á síðustu vertíð. Þá hafði það reyndar lækkað töluvert frá árinu áður, þegar það var í hámarki. Búast má við að heildarframboð af makríl í ár verði svipað og í fyrra. Viðskipti innlent 4.6.2013 12:57
SFÚ óskar eftir fundi með Sigurði Inga Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, árnaðaróskir um farsæld í nýju starfi og beðið um fund með ráðherranum til að ræða málefni samtakanna. Samkeppnisumhverfi í sjávarútvegi hallar mjög á sjálfstæða framleiðendur og stjórnvöld hafa látið undir höfuð leggjast að lagfæra samkeppnisskilyrði þrátt fyrir eindregin tilmæli m.a. frá Samkeppniseftirlitinu. Viðskipti innlent 4.6.2013 12:36
Atvinnuleysi á Spáni minnkaði í maí Atvinnuleysi á Spáni minnkaði um rétt tæp 2% í maí og fór niður í 25%. Hér er hinsvegar að mestu leyti um tímabundnar ráðningar í ferðaþjónustugeira landsins að ræða fyrir sumarvertíðina. Viðskipti erlent 4.6.2013 12:15
Heimsmarkaðsverð á áli réttir úr kútnum Heimsmarkaðsverð á áli hefur rétt aðeins úr kútnum á síðustu dögum. Verðið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga stendur nú í 1919 dollurum á tonnið. Viðskipti erlent 4.6.2013 11:16
Krumpaði kötturinn fær eigin Hollywood mynd Ákveðið hefur verið að gera Hollywood mynd um Krumpaða köttinn eða Grumpy Cat en þessi köttur hefur verið eitt allra vinsælasta gæludýrið á netsíðum eins og Facebook og YouTube undanfarið ár. Viðskipti erlent 4.6.2013 10:45
Uppsetningu Metanstöðvar á Akureyri seinkar Ljóst er að allnokkur seinkun verður á því að hægt verði að hefja vinnslu hauggass frá urðunarstaðnum á Glerárdal við Akureyri. Tafirnar stafa af seinkun á afhendingu hreinsistöðvar frá framleiðanda hennar, Greenlane í Svíþjóð. Áætlanir nú gera ráð fyrir að sala metangass geti hafist fyrir áramótin. Viðskipti innlent 4.6.2013 10:25
Íhuga að skipta RBS upp í góðan og slæman banka Meðlimir breskrar þingnefndar sem kannað hafa stöðu og framtíð Royal Bank of Scotland (RBS) munu hafa íhugað þann möguleika að skipta RBS upp í góðan banka og slæman. Viðskipti erlent 4.6.2013 10:14
Oxymap selur súrefnismæli til Sviss Nýsköpunarfyrirtækið Oxymap er búið er að selja súrefnismæli sinn í fjórum heimsálfum en í júní verður fimmtánda tækið afgreitt til Sviss. Viðskipti innlent 4.6.2013 09:43
Telja rússnesku vetrarólympíuleikana risavaxna svikamyllu Tveir af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segja að undirbúningur og bygging mannvirkja fyrir vetrarólympíuleikana í Sochi sé risavaxin svikamylla. Þegar hafi allt að 30 milljörðum dollara, eða um 3.600 milljörðum kr., verið stolið í tengslum við undirbúning leikanna. Viðskipti erlent 4.6.2013 09:28
Staða sveitarfélaganna fer batnandi Staða sveitarfélaga landsins hefur farið batnandi á síðasta ári. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka. Viðskipti innlent 4.6.2013 08:45
Kröfuhafar Landsbankans gætu setið fastir í gjaldeyrishöftunum Takist ekki að semja um lengingu á 290 milljarða kr. erlendum skuldabréfum milli gamla og nýja Landsbankans, sem eiga að greiðast upp 2014-2018, er sennilegt að kröfuhafar bankans muni sitja fastir með reiðufé sitt innan hafta á Íslandi um "ófyrirsjáanlega“ framtíð. Viðskipti innlent 4.6.2013 07:58
Áfram fjör á fasteignamarkaðinum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 134. Þetta er töluvert fleiri samningar en nemur meðaltalinu undanfarna þrjá mánuði sem er 105 samningar á viku. Viðskipti innlent 4.6.2013 07:40
Árni Stefánsson ráðinn forstjóri Húsasmiðjunnar Árni Stefánsson hefur verið ráðinn forstjóri Húsasmiðjunnar og tekur við af Sigurði Arnari Sigurðssyni sem hefur verið forstjóri fyrirtækisins í þrjú ár. Viðskipti innlent 4.6.2013 07:31
Erlend staða þjóðarbúsins fer batnandi Erlend staða þjóðarbúsins fer batnandi en að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð er erlenda staðan neikvæð um 453 milljarða kr. eða 54% af landsframleiðslu. Í mars var hlutfallið 60% og í apríl var það 58% og þá er miðað við að leiðrétt hafi verið fyrir skuldum Actavis. Viðskipti innlent 4.6.2013 07:14
Viðskiptajöfnuðurinn hagstæður um 5,6 milljarða Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 5,6 milljarða kr. í ársfjórðungnum samanborið við rúmlega 15 milljarða kr. óhagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 25,6 milljarða kr. og 0,6 milljarða kr. af þjónustuviðskiptum. Viðskipti innlent 4.6.2013 07:03
Nýr vefmiðill um sjávarútvegsmál Nýr vefmiðill kvótinn.is hefur hafið göngu á netinu. Ritstjóri vefsins er Hjörtur Gíslason einn reyndasti sjávarútvegsblaðamaður landsins, en hann var áður blaðamaður á Morgunblaðinu. Viðskipti innlent 3.6.2013 17:10
Kauphallareftirlitið kannar ónákvæmni í frétt RUV Kauphallareftirlitið er að kanna það sem Steinn Logi Björnsson forstjóri Skipta hf. kallar ónákvæmni í frétt sem flutt var í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Fréttin fjallaði um að endurskipulagningu Skipta væri lokið og í henni talin upp helstu atriði í samkomulagi sem náðst hefur við kröfuhafa félagsins. Viðskipti innlent 3.6.2013 14:55
Hlutabréfaviðskipti jukust um yfir 700% milli ára í maí Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni í maímánuði námu 38.3 milljörðum kr. eða 1.916 milljónum kr. á dag. Það er 718% hækkun á milli ára, samanborið við 234 milljóna króna veltu á dag í maí í fyrra, og 41% hækkun frá fyrri mánuði, en viðskipti með hlutabréf í aprílmánuði námu 1.356 milljónum kr. á dag. Viðskipti innlent 3.6.2013 14:20
Century gengur frá kaupum á álveri af Rio Tinto Century Aluminum móðurfélag Norðuráls hefur gengið frá kaupunum á Sebree álverinu í Kentucky af Rio Tinto Alcan móðurfélagi álversins í Straumsvík. Viðskipti erlent 3.6.2013 13:53
Hrun í kauphöll Tyrklands vegna mótmælanna Mótmælin í Istanbúl höfuðborg Tyrklands undanfarna daga hafa valdið hruni í kauphöll landsins í dag. Vísitala kauphallarinnar hefur lækkað um 8% í og um 15% frá því 22. maí þegar hún náði sögulegu hámarki. Viðskipti erlent 3.6.2013 13:40
IATA spáir 67% aukningu á hagnaði flugfélaga í ár Alþjóðaflugumferðarstofnunin IATA spáir því að hagnaður flugfélaga heimsins muni aukast um 20% umfram það sem stofnunin spáði fyrir aðeins þremur mánuðum. Gangi spáin eftir mun hagnaðurinn aukast um 67% frá fyrra ári. Viðskipti erlent 3.6.2013 13:07