Viðskipti

118 verður að öllum líkindum 1818

Svo gæti farið að 118 verði að 1818 á næsta ári en fyrirtækið Já hefur lagt það til við Póst- og fjarskiptastofnun. Tillagan er gerð í ljósi þess að stofnunin mun ekki úthluta fleiri þriggja stafa símanúmerum. Í tilkynningunni segir einnig að Póst- og fjarskiptastofnun hafi einnig sent frá sér svokallað samráðsskjal þar sem sambærileg sjónarmið koma fram.

Viðskipti innlent

Skrifaði undir fríverslunarsamninga

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í dag þátt í ráðherrafundi EFTA-ríkjanna sem haldinn var í Þrándheimi. Á fundinum undirritaði Gunnar Bragi fríverslunarsamninga við Kostaríka, Panama og Bosníu-Herzegóvínu fyrir hönd Íslands.

Viðskipti innlent

Ísland verði miðstöð sætuefnis

Stefnt er að því að hefja í næsta mánuði framleiðslu á sætuefni úr stevíujurt í Stevíuveri Via Health. Í tilkynningu félagsins kemur fram að innflutningur sé þegar hafinn, en jurtin er ræktuð í norðausturhluta Kína.

Viðskipti innlent

Telja aukna verðbólgu í vændum

Ársverðbólga hjaðnar um 0,1 til 0,2 prósentustig milli maí og júní gangi eftir spár greiningardeilda. Greining Íslandsbanka spáir í dag um 0,4 prósenta verðbólgu. IFS Greining spáði í gær sömu aukningu og greiningardeild Arion banka 0,3 prósenta aukningu verðbólgunnar.

Viðskipti innlent

Ferðamenn yfir 800 þúsund á næsta ári

Innviðir ferðaþjónustunnar þola þá fjölgun ferðamanna sem ráð er fyrir gert næstu ár. Öðru máli gegnir um náttúru og staðhætti á vinsælum viðkomustöðum. Aukin gjaldtaka gæti hjálpað og skilað 3 til 5 milljörðum árlega.

Viðskipti innlent

Frumkvöðlar með textílprentun

Systurnar Margrét Helga Skúladóttir og Guðrún Eysteinsdóttir eru nú í óða önn að stofna sprotafyrirtækið Textílprentun Íslands. Þær sóttu námskeiðið Brautargengi sem er á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og var Margrét Helga þúsundasta konan til að útskrifast úr Námskeiðinu frá byrjun.

Viðskipti innlent

Umhverfisvernd og mannréttindi

Að baki hverjum kaffibolla liggur löng leið. Hvert skref í ferlinu skiptir máli, samkvæmt Stefáni U. Wernerssyni, framleiðslustjóra hjá Te & kaffi, en þar er vandvirkni í fyrirrúmi á hverjum stað.

Kynningar

Vinna ensím úr þorski í Grindavík

Nýverið var sett á laggirnar ensímvinnsla í Codland-fullvinnsluklasanum í Grindavík. Ensímin eru unnin úr innyflum þorsksins en rannsóknir hafa sýnt að þau hafa einstaka eiginleika og nýtast í ýmiskonar vörur og áframvinnslu.

Viðskipti innlent

Bjóða út byggingarrétt í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási

Borgarráð hefur ákveðið að efna til sölu byggingarréttar í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási með nýjum skilyrðum. Horfið er frá sölu lóða á föstu verði með viðbótargjaldi en þær þess í stað boðnar út. Kaupendum byggingaréttar er boðið upp á staðgreiðsluafslátt eða afborgunarlaus lán fyrstu þrjú árin sem bera enga vexti fyrsta hálfa árið.

Viðskipti innlent

Skráð atvinnuleysi í maí var 4,3%

Skráð atvinnuleysi í maí var 4,3%, en að meðaltali voru 7.515 atvinnulausir í maí og fækkaði atvinnulausum um 483 að meðaltali frá apríl eða um 0,6 prósentustig. Skráð atvinnuleysi að meðaltali frá janúar til maí 2013 var 5,1%.

Viðskipti innlent

Deloitte hlýtur jafnlaunavottun VR

Deloitte er sjöunda fyrirtækið til að hljóta jafnlaunavottun VR. Með jafnlaunavottuninni hefur Deloitte fengið staðfestingu á því að búið sé að kerfisbinda launaákvarðanir og að Deloitte sé með jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum ÍST 85.

Viðskipti innlent

Stöðva þarf áform um einokum í akstri til og frá Leifsstöð

Samkeppniseftirlitið segir að stöðva þurfi áform um einokun í áætlunarakstri milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur. Af þessum ástæðum hefur eftirlitið beint þeim tilmælum til innanríkisráðherra og Vegagerðarinnar að leita þegar í stað allra leiða til að stöðva áform Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um að koma á einokun á leiðinni.

Viðskipti innlent

Segir efnahag Skipta sterkan eftir breytingar

"Efnahagur félagsins verður sterkur eftir þessar breytingar og með lækkun skulda mun fjármagnskostnaðurinn lækka verulega,“ segir Benedikt Sveinsson, formaður stjórnar Skipta hf en eins og fram kom í fréttum í morgun hafa Skipti hf. nú uppfyllt öll skilyrði sem sett voru fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins.

Viðskipti innlent