Viðskipti innlent

Ísland verði miðstöð sætuefnis

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Shao Hongji, bæjarstjóri í Boli við opnun Stevíuvers Via Health í gær.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Shao Hongji, bæjarstjóri í Boli við opnun Stevíuvers Via Health í gær. Via Health/Hilmar Hilmarsson
Stefnt er að því að hefja í næsta mánuði framleiðslu á sætuefni úr stevíujurt í Stevíuveri Via Health. Í tilkynningu félagsins kemur fram að innflutningur sé þegar hafinn, en jurtin er ræktuð í norðausturhluta Kína.

Verið opnaði formlega í gær að Grjótahrauni 8 í Hafnarfirði þar sem vatnsveita bæjarins var áður. Til að byrja með vinna tíu í Stevíuverinu.

Fyrirtækið sem er í kínverskri eigu stefnir að því að gera Ísland að framleiðslu- og dreifingarmiðstöð fyrir stevíusætu til ríkja Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. „Hægt er að afgreiða vöruna á einni til tveimur vikum frá Íslandi sem tæki um átta til níu vikur frá Kína,“ segir í tilkynningu.

Þar kemur einnig fram að stevíusæta sé 100 til 300 sinnum sætari en sykur, en um leið kaloríulaus með öllu og hafi hvorki áhrif á blóðsykur né valdi tannskemmdum.

Framkvæmdastjóri Via Health er Bjarny Björg Arnórsdóttir og gæðastjóri Árni Ingason matvælaefnafræðingur. Auk þeirra voru við opnunina í gær bæjarstjóri og embættismenn frá Boli og Guðrún Ágústa Guðmundsóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði






Fleiri fréttir

Sjá meira


×