Viðskipti innlent

118 verður að öllum líkindum 1818

Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já. Mynd/365
Svo gæti farið að 118 verði að 1818 á næsta ári en fyrirtækið Já hefur lagt það til við Póst- og fjarskiptastofnun. Tillagan er gerð í ljósi þess að stofnunin mun ekki úthluta fleiri þriggja stafa símanúmerum. Í tilkynningunni segir einnig að Póst- og fjarskiptastofnun hafi einnig sent frá sér svokallað samráðsskjal þar sem sambærileg sjónarmið koma fram.

„Við erum leiðandi fyrirtæki í upplýsingaþjónustu á Íslandi og við töldum eðlilegt að við hefðum frumkvæði að slíkri breytingu, sem ætti að gagnast öllum þeim sem starfa á okkar markaði"  segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, í tilkynningu.

„Vissulega er eftirsjá af símanúmerinu 118, en svo má ekki gleyma því að sú þjónusta sem þar er veitt, var eitt sinn í símanúmerinu 03. Við erum stolt af þeirri góðu þjónustu sem starfsfólk okkar veitir í 118 og sú þjónusta verður áfram með nákvæmlega sama hætti, bara í öðru símanúmeri, 1818."

Samhliða hefur Já kynnt stofnuninni tillögu að samkomulagi sem felur það efnislega í sér að félagið mun áfram sinna upplýsingaþjónustu í gegnum aðra miðla, svo sem á vefnum og í prentuðu formi án þess að í gildi séu sérstakar kvaðir þar um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×