Mannréttindadómstóllinn í Evrópu tekur skattamál Baugs til meðferðar Stígur Helgason skrifar 23. júní 2013 21:50 Gestur Jónsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur ákveðið að taka til meðferðar skattamál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni, sem Hæstiréttur dæmdi öll í skilorðsbundið fangelsi í febrúar fyrir skattalagabrot í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, sendi fjölmiðlum í kvöld. Jón Ásgeir og Tryggvi, auk fjárfestingafélagsins Gaums, sendu MDE kæru vegna dómsins þar sem þeir töldu að með honum hefði verið brotið á meginreglunni um bann við endurtekinni málsmeðferð, enda hefðu skattayfirvöld mörgum árum fyrr beitt þá sektum vegna sömu skattalagabrota og þeir voru dæmdir til refsingar fyrir. MDE hefur nú sent ríkisstjórn Íslands bréf þar sem íslenskum stjórnvöldum er gefinn kostur á að setja fram athugasemdir við efni kærunnar og taka afstöðu til þess hvort þau telji málsmeðferðina hafa samrýmst reglunni um bann við tvöfaldri refsimeðferð. Stjórnvöld hafa til 26. september til að svara bréfinu. Í tilkynningu sinni segir Gestur að ef MDE fallist á kröfur kærendanna hefði það „augljóslega víðtækar afleiðingar hér á landi“, enda séu fyrir dómstólum tugir skattamála þar sem hinum ákærðu hafi þegar verið refsað af stjórnvöldum. „Vart er skynsamlegt að halda þessum málum áfram þegar fyrir liggur að Mannréttindadómstóllinn hefur tekið til meðferðar mál sem varðar íslenska refsikerfið í skattamálum,“ segir Gestur. Verði niðurstaðan sú að það kerfi sé andstætt mannréttindasáttmála Evrópu megi ríkið búast við kröfum um endurupptöku fjölda mála, endurgreiðslur og skaðabætur.Tugmilljóna sektir og skilorð vegna tafaHæstiréttur dæmdi Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi, Tryggva á átján mánaða skilorð og Kristínu á þriggja mánaða skilorð. Þá var Jón Ásgeir auk þess sektaður um 62 milljónir og Tryggvi um 32. Jón Ásgeir var sakfelldur fyrir að telja ekki fram eigin alls kyns tekjur sem hann hafði meðal annars af kaupréttarsamningum og sölu hlutabréfa, samtals að upphæð 172 milljónir, og að telja ekki fram 19,4 milljónir af launatekjum starfsmanna Baugs. Tryggvi taldi ekki fram tæpar 29 milljónir af eigin tekjum og átta milljónir af launum starfsmanna Baugs. Alls höfðu þeir með þessu tæpar 50 milljónir af ríkinu. Kristín vantaldi 916 milljónir af tekjum Gaums en ekki var talið að ákæruvaldinu hefði tekist að sýna fram á tjón ríkisins af völdum þess. Í dómnum segir að refsing þeirra sé bundin skilorði vegna þess hversu mikill dráttur varð á málsmeðferðinni. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur ákveðið að taka til meðferðar skattamál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni, sem Hæstiréttur dæmdi öll í skilorðsbundið fangelsi í febrúar fyrir skattalagabrot í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, sendi fjölmiðlum í kvöld. Jón Ásgeir og Tryggvi, auk fjárfestingafélagsins Gaums, sendu MDE kæru vegna dómsins þar sem þeir töldu að með honum hefði verið brotið á meginreglunni um bann við endurtekinni málsmeðferð, enda hefðu skattayfirvöld mörgum árum fyrr beitt þá sektum vegna sömu skattalagabrota og þeir voru dæmdir til refsingar fyrir. MDE hefur nú sent ríkisstjórn Íslands bréf þar sem íslenskum stjórnvöldum er gefinn kostur á að setja fram athugasemdir við efni kærunnar og taka afstöðu til þess hvort þau telji málsmeðferðina hafa samrýmst reglunni um bann við tvöfaldri refsimeðferð. Stjórnvöld hafa til 26. september til að svara bréfinu. Í tilkynningu sinni segir Gestur að ef MDE fallist á kröfur kærendanna hefði það „augljóslega víðtækar afleiðingar hér á landi“, enda séu fyrir dómstólum tugir skattamála þar sem hinum ákærðu hafi þegar verið refsað af stjórnvöldum. „Vart er skynsamlegt að halda þessum málum áfram þegar fyrir liggur að Mannréttindadómstóllinn hefur tekið til meðferðar mál sem varðar íslenska refsikerfið í skattamálum,“ segir Gestur. Verði niðurstaðan sú að það kerfi sé andstætt mannréttindasáttmála Evrópu megi ríkið búast við kröfum um endurupptöku fjölda mála, endurgreiðslur og skaðabætur.Tugmilljóna sektir og skilorð vegna tafaHæstiréttur dæmdi Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi, Tryggva á átján mánaða skilorð og Kristínu á þriggja mánaða skilorð. Þá var Jón Ásgeir auk þess sektaður um 62 milljónir og Tryggvi um 32. Jón Ásgeir var sakfelldur fyrir að telja ekki fram eigin alls kyns tekjur sem hann hafði meðal annars af kaupréttarsamningum og sölu hlutabréfa, samtals að upphæð 172 milljónir, og að telja ekki fram 19,4 milljónir af launatekjum starfsmanna Baugs. Tryggvi taldi ekki fram tæpar 29 milljónir af eigin tekjum og átta milljónir af launum starfsmanna Baugs. Alls höfðu þeir með þessu tæpar 50 milljónir af ríkinu. Kristín vantaldi 916 milljónir af tekjum Gaums en ekki var talið að ákæruvaldinu hefði tekist að sýna fram á tjón ríkisins af völdum þess. Í dómnum segir að refsing þeirra sé bundin skilorði vegna þess hversu mikill dráttur varð á málsmeðferðinni.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira