Mannréttindadómstóllinn í Evrópu tekur skattamál Baugs til meðferðar Stígur Helgason skrifar 23. júní 2013 21:50 Gestur Jónsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur ákveðið að taka til meðferðar skattamál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni, sem Hæstiréttur dæmdi öll í skilorðsbundið fangelsi í febrúar fyrir skattalagabrot í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, sendi fjölmiðlum í kvöld. Jón Ásgeir og Tryggvi, auk fjárfestingafélagsins Gaums, sendu MDE kæru vegna dómsins þar sem þeir töldu að með honum hefði verið brotið á meginreglunni um bann við endurtekinni málsmeðferð, enda hefðu skattayfirvöld mörgum árum fyrr beitt þá sektum vegna sömu skattalagabrota og þeir voru dæmdir til refsingar fyrir. MDE hefur nú sent ríkisstjórn Íslands bréf þar sem íslenskum stjórnvöldum er gefinn kostur á að setja fram athugasemdir við efni kærunnar og taka afstöðu til þess hvort þau telji málsmeðferðina hafa samrýmst reglunni um bann við tvöfaldri refsimeðferð. Stjórnvöld hafa til 26. september til að svara bréfinu. Í tilkynningu sinni segir Gestur að ef MDE fallist á kröfur kærendanna hefði það „augljóslega víðtækar afleiðingar hér á landi“, enda séu fyrir dómstólum tugir skattamála þar sem hinum ákærðu hafi þegar verið refsað af stjórnvöldum. „Vart er skynsamlegt að halda þessum málum áfram þegar fyrir liggur að Mannréttindadómstóllinn hefur tekið til meðferðar mál sem varðar íslenska refsikerfið í skattamálum,“ segir Gestur. Verði niðurstaðan sú að það kerfi sé andstætt mannréttindasáttmála Evrópu megi ríkið búast við kröfum um endurupptöku fjölda mála, endurgreiðslur og skaðabætur.Tugmilljóna sektir og skilorð vegna tafaHæstiréttur dæmdi Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi, Tryggva á átján mánaða skilorð og Kristínu á þriggja mánaða skilorð. Þá var Jón Ásgeir auk þess sektaður um 62 milljónir og Tryggvi um 32. Jón Ásgeir var sakfelldur fyrir að telja ekki fram eigin alls kyns tekjur sem hann hafði meðal annars af kaupréttarsamningum og sölu hlutabréfa, samtals að upphæð 172 milljónir, og að telja ekki fram 19,4 milljónir af launatekjum starfsmanna Baugs. Tryggvi taldi ekki fram tæpar 29 milljónir af eigin tekjum og átta milljónir af launum starfsmanna Baugs. Alls höfðu þeir með þessu tæpar 50 milljónir af ríkinu. Kristín vantaldi 916 milljónir af tekjum Gaums en ekki var talið að ákæruvaldinu hefði tekist að sýna fram á tjón ríkisins af völdum þess. Í dómnum segir að refsing þeirra sé bundin skilorði vegna þess hversu mikill dráttur varð á málsmeðferðinni. Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur ákveðið að taka til meðferðar skattamál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni, sem Hæstiréttur dæmdi öll í skilorðsbundið fangelsi í febrúar fyrir skattalagabrot í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, sendi fjölmiðlum í kvöld. Jón Ásgeir og Tryggvi, auk fjárfestingafélagsins Gaums, sendu MDE kæru vegna dómsins þar sem þeir töldu að með honum hefði verið brotið á meginreglunni um bann við endurtekinni málsmeðferð, enda hefðu skattayfirvöld mörgum árum fyrr beitt þá sektum vegna sömu skattalagabrota og þeir voru dæmdir til refsingar fyrir. MDE hefur nú sent ríkisstjórn Íslands bréf þar sem íslenskum stjórnvöldum er gefinn kostur á að setja fram athugasemdir við efni kærunnar og taka afstöðu til þess hvort þau telji málsmeðferðina hafa samrýmst reglunni um bann við tvöfaldri refsimeðferð. Stjórnvöld hafa til 26. september til að svara bréfinu. Í tilkynningu sinni segir Gestur að ef MDE fallist á kröfur kærendanna hefði það „augljóslega víðtækar afleiðingar hér á landi“, enda séu fyrir dómstólum tugir skattamála þar sem hinum ákærðu hafi þegar verið refsað af stjórnvöldum. „Vart er skynsamlegt að halda þessum málum áfram þegar fyrir liggur að Mannréttindadómstóllinn hefur tekið til meðferðar mál sem varðar íslenska refsikerfið í skattamálum,“ segir Gestur. Verði niðurstaðan sú að það kerfi sé andstætt mannréttindasáttmála Evrópu megi ríkið búast við kröfum um endurupptöku fjölda mála, endurgreiðslur og skaðabætur.Tugmilljóna sektir og skilorð vegna tafaHæstiréttur dæmdi Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi, Tryggva á átján mánaða skilorð og Kristínu á þriggja mánaða skilorð. Þá var Jón Ásgeir auk þess sektaður um 62 milljónir og Tryggvi um 32. Jón Ásgeir var sakfelldur fyrir að telja ekki fram eigin alls kyns tekjur sem hann hafði meðal annars af kaupréttarsamningum og sölu hlutabréfa, samtals að upphæð 172 milljónir, og að telja ekki fram 19,4 milljónir af launatekjum starfsmanna Baugs. Tryggvi taldi ekki fram tæpar 29 milljónir af eigin tekjum og átta milljónir af launum starfsmanna Baugs. Alls höfðu þeir með þessu tæpar 50 milljónir af ríkinu. Kristín vantaldi 916 milljónir af tekjum Gaums en ekki var talið að ákæruvaldinu hefði tekist að sýna fram á tjón ríkisins af völdum þess. Í dómnum segir að refsing þeirra sé bundin skilorði vegna þess hversu mikill dráttur varð á málsmeðferðinni.
Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Sjá meira