Viðskipti innlent

Telja aukna verðbólgu í vændum

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Sterkt samspil er með gengi krónunnar og verðlagi í landinu.
Sterkt samspil er með gengi krónunnar og verðlagi í landinu. Fréttablaðið/Heiða
Ársverðbólga hjaðnar um 0,1 til 0,2 prósentustig milli maí og júní gangi eftir spár greiningardeilda. Greining Íslandsbanka spáir í dag um 0,4 prósenta verðbólgu.

IFS Greining spáði í gær sömu aukningu og greiningardeild Arion banka 0,3 prósenta aukningu verðbólgunnar.

Miðað við spá Greiningar Íslandsbanka og IFS verður ársverðbólga því 3,2 prósent, en 3,1 prósent miðað við spá greiningardeildar Arion. Verðbólga í maí var 3,3 prósent.

Í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka er gert ráð fyrir að verðbólga flökti nokkuð út árið, en verði að jafnaði á svipuðu róli og hún er nún.

„Telum við að verðbólga muni aukast heldur á næsta ári samfara auknum umsvifum í hagkerfinu,“ segir þar.

Greiningardeild Arion banka gerir hins vegar ráð fyrir að ársverðbólga hækki á ný á næstu mánuðum og verði 3,8 prósent í september.

„Krónan er nú ríflega fimm prósent sterkari en í upphafi árs og áhrifin vegna þessa höfum við séð í síðustu verðmælingum Hagstofunar en við áætlum að gengisáhrifin hafi verið um 0,5 til 0,6 prósent til lækkunar verðlags í mars apríl og maí.“

Ólíklegt sé að frekari áhrif eigi eftir að koma fram þar sem styrking krónunnar hafi gengið til baka að hluta í maí.

Hagstofa Íslands birtir verðbólgumælingu sína að morgni 27. júní næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×