Viðskipti innlent

OR greiðir ekki arð á þessu ári

ÓKÁ skrifar
Haraldur Flosi Tryggvason
Haraldur Flosi Tryggvason Fréttablaðið/GVA
Tillaga stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um að enginn arður verði greiddur fyrir síðasta rekstrarár var samþykkt á aðalfundi Orkuveitunnar í dag.

Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins.

Tillagan um að sleppa arðgreiðslu er sögð í samræmi við aðgerðaáætlun félagsins frá því í mars 2011. Einnig var samþykkt tillaga um stjórnarlaun, 125 þúsund krónur á mánuði fyrir aðalmann og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann stjórnarinnar.

Haraldur Flosi Tryggvason stjórnarformaður flutti skýrslu stjórnar og lagði fram árskýrslu og umhverfisskýrslu fyrir síðasta ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×