Ferðamenn yfir 800 þúsund á næsta ári Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. júní 2013 07:00 Bent er á í umfjöllun greiningardeildar Arion banka að ferðamenn séu "misverðmætir“ og nauðsynlegt að auka framleiðni innan greinarinnar, þar sem mörg fyrirtæki virðist vera í erfiðri stöðu þrátt fyrir fjölda ferðamanna. Fréttablaðið/HAG Erlendir ferðamenn verða 36 prósentum fleiri á árinu 2015 en þeir voru í fyrra, gangi eftir spá sem sett er fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka um ferðaþjónustu. Yfirskrift greiningarinnar er „Atvinnugrein á unglingsaldri“. Grunnspá greiningardeildarinnar gerir ráð fyrir að í ár sæki heim landið 747 þúsund manns, fjölgi svo í 809 þúsund á næsta ári og verði 876 þúsund árið 2015. Þrátt fyrir mikla aukningu milli ára telja sérfræðingar greiningardeildarinnar litlar líkur á að þolmörkum innviða ferðaþjónustunnar verði náð í bráð. Með innviðum er átt við gistirými, samgöngur og fleiri slíka þætti. Bent er á að innviðir ferðaþjónustunnar séu sveigjanlegir og þenjanlegir. „Þar að auki er mikið vannýtt svigrúm til staðar í innviðum greinarinnar,“ segir í umfjölluninni. Öðru máli gegnir hins vegar um þolmörk náttúru og samfélags og ástæða til að hafa áhyggjur af þeim þáttum, að því er fram kemur í umfjöllun greiningardeildarinnar. „Að vísu er mun erfiðara að mæla þessi þolmörk en vísbendingar eru um að á vissum landsvæðum sé neikvæðra áhrifa þegar tekið að gæta sökum ásóknar ferðamanna.“ Bent er á að á árinu 2011 hafi til að mynda þrír af hverjum fjórum erlendum ferðamönnum farið „gullna hringinn“ svokallaða, en hann felur í sér heimsókn frá Reykjavík á Þingvelli, Gullfoss og á Geysissvæðið áður en haldið er til baka um Grímsnes (mögulega með viðkomu í Kerinu) og yfir Hellisheiði. Aukin gjaldtaka er svo aftur sögð geta dregið úr ágangi og aflað fjár til uppbyggingar ferðamannastaða, sem aftur geti aukið þanþol þeirra. Bent er á að núna fari sértæk opinber gjaldtaka af ferðamönnum einkum fram með gistináttaskatti. „Önnur leið væri sú að rukka beint fyrir aðgang að ákveðnum svæðum eða náttúruperlum, annaðhvort með beinum aðgangseyri eða útgáfu einhvers konar passa eða skírteina.“ Svæðisbundin gjaldtaka er sögð hafa þann kost að hægt sé að stjórna upphæð gjaldsins eftir vinsældum svæðisins og eftir árstíðum. Í skýrslu greiningardeildarinnar er gert ráð fyrir að tekjur af slíkri gjaldtöku gætu hæglega numið þremur til fimm milljörðum króna á ári hverju. Þá er bent á að ferðaþjónustan standi frammi fyrir því að þurfa að draga úr árstíðarsveiflunni í fjölda ferðamanna og um leið stuðla að jafnari dreifingu gistinátta. Breytingar í þessa átt myndu í senn stuðla að betri nýtingu fjármuna og draga úr hættunni á að ferðamenn sprengi af sér innviði greinarinnar.Hlutur ferðaþjónustu hefur tvöfaldast „Uppgangur ferðaþjónustunnar undanfarin ár hefur hjálpað mikið við að jafna dreifingu útflutningstekna og draga úr líkum á efnahagsskellum,“ segir í umfjöllun greiningardeildar Arion banka. Fram kemur að hlutdeild ferðaþjónustu í útflutningi hafi tvöfaldast á undanförnum árum. „Beint framlag greinarinnar til vergrar landsframleiðslu er á við helming framlags sjávarútvegs, auk þess sem rúm fimm prósent vinnuaflsins starfa í ferðaþjónustu. Kemur þetta til af mikilli fjölgun ferðamanna undanfarinn áratug, ekki síst á síðustu tveimur árum.“ Ferðaþjónustan hefur með vexti síðustu ára öðlast fullt tilkall til þess að kallast þriðja stoð útflutningsins, á eftir iðnaðarframleiðslu og sölu sjávarafurða. Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fleiri fréttir Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Sjá meira
Erlendir ferðamenn verða 36 prósentum fleiri á árinu 2015 en þeir voru í fyrra, gangi eftir spá sem sett er fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka um ferðaþjónustu. Yfirskrift greiningarinnar er „Atvinnugrein á unglingsaldri“. Grunnspá greiningardeildarinnar gerir ráð fyrir að í ár sæki heim landið 747 þúsund manns, fjölgi svo í 809 þúsund á næsta ári og verði 876 þúsund árið 2015. Þrátt fyrir mikla aukningu milli ára telja sérfræðingar greiningardeildarinnar litlar líkur á að þolmörkum innviða ferðaþjónustunnar verði náð í bráð. Með innviðum er átt við gistirými, samgöngur og fleiri slíka þætti. Bent er á að innviðir ferðaþjónustunnar séu sveigjanlegir og þenjanlegir. „Þar að auki er mikið vannýtt svigrúm til staðar í innviðum greinarinnar,“ segir í umfjölluninni. Öðru máli gegnir hins vegar um þolmörk náttúru og samfélags og ástæða til að hafa áhyggjur af þeim þáttum, að því er fram kemur í umfjöllun greiningardeildarinnar. „Að vísu er mun erfiðara að mæla þessi þolmörk en vísbendingar eru um að á vissum landsvæðum sé neikvæðra áhrifa þegar tekið að gæta sökum ásóknar ferðamanna.“ Bent er á að á árinu 2011 hafi til að mynda þrír af hverjum fjórum erlendum ferðamönnum farið „gullna hringinn“ svokallaða, en hann felur í sér heimsókn frá Reykjavík á Þingvelli, Gullfoss og á Geysissvæðið áður en haldið er til baka um Grímsnes (mögulega með viðkomu í Kerinu) og yfir Hellisheiði. Aukin gjaldtaka er svo aftur sögð geta dregið úr ágangi og aflað fjár til uppbyggingar ferðamannastaða, sem aftur geti aukið þanþol þeirra. Bent er á að núna fari sértæk opinber gjaldtaka af ferðamönnum einkum fram með gistináttaskatti. „Önnur leið væri sú að rukka beint fyrir aðgang að ákveðnum svæðum eða náttúruperlum, annaðhvort með beinum aðgangseyri eða útgáfu einhvers konar passa eða skírteina.“ Svæðisbundin gjaldtaka er sögð hafa þann kost að hægt sé að stjórna upphæð gjaldsins eftir vinsældum svæðisins og eftir árstíðum. Í skýrslu greiningardeildarinnar er gert ráð fyrir að tekjur af slíkri gjaldtöku gætu hæglega numið þremur til fimm milljörðum króna á ári hverju. Þá er bent á að ferðaþjónustan standi frammi fyrir því að þurfa að draga úr árstíðarsveiflunni í fjölda ferðamanna og um leið stuðla að jafnari dreifingu gistinátta. Breytingar í þessa átt myndu í senn stuðla að betri nýtingu fjármuna og draga úr hættunni á að ferðamenn sprengi af sér innviði greinarinnar.Hlutur ferðaþjónustu hefur tvöfaldast „Uppgangur ferðaþjónustunnar undanfarin ár hefur hjálpað mikið við að jafna dreifingu útflutningstekna og draga úr líkum á efnahagsskellum,“ segir í umfjöllun greiningardeildar Arion banka. Fram kemur að hlutdeild ferðaþjónustu í útflutningi hafi tvöfaldast á undanförnum árum. „Beint framlag greinarinnar til vergrar landsframleiðslu er á við helming framlags sjávarútvegs, auk þess sem rúm fimm prósent vinnuaflsins starfa í ferðaþjónustu. Kemur þetta til af mikilli fjölgun ferðamanna undanfarinn áratug, ekki síst á síðustu tveimur árum.“ Ferðaþjónustan hefur með vexti síðustu ára öðlast fullt tilkall til þess að kallast þriðja stoð útflutningsins, á eftir iðnaðarframleiðslu og sölu sjávarafurða.
Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fleiri fréttir Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Sjá meira