Viðskipti innlent

Fjárhagur hins opinbera batnar milli ára

Fjárhagur hins opinbera hefur batnað töluvert frá því í fyrra. Á þriðja ársfjórðungi ársins var tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 19 milljarða króna eða sem nemur 4,6% af áætlaðri landsframleiðslu ársfjórðungsins og 10,7% af tekjum þess. Á sama tíma í fyrra var tekjuafkoman neikvæð um ríflega 20 milljarða króna eða 5,2% af landsframleiðslu.

Viðskipti innlent

Tapa riftunarmáli og fá ekki 150 milljónir

Greiðslum upp á 150 milljónir, sem runnu frá Landsbankanum til sjóðs á vegum Íslenskra verðbréfa 6. október 2008, verður ekki rift þrátt fyrir kröfu slitastjórnar bankans þar um. Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað upp svofelldan dóm í gær.

Viðskipti innlent

Ótímabært að spá um hvort Íslandi verður stefnt

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að útgreiðslur á rúmlega 400 milljörðum íslenskra króna út úr þrotabúi Landsbankans hljóti að hafa góð áhrif á andrúmsloftið í kringum Icesavemálið. Hann vill ekkert spá fyrir um það hvort Eftirlitsstofnun EFTA muni stefna Íslendingum fyrir EFTA dómstólnum eins og óttast hefur verið.

Viðskipti innlent

S&P hækkar lánshæfismat TM

Lánshæfismatsfyrirtæki Standard & Poor's hefur hækkað mat sitt á Tryggingamiðstöðinni úr BB í BB+. "Þetta eru afar ánægjuleg tíðindi. Hækkun S&P´s á mati TM er að mínu mati fyrst og fremst viðurkenning á því góða starfi sem starfsfólk félagsins hefur unnið á undanförnum árum. Innleiðing nýrrar stefnu með áherslu á grunnrekstur og áhættustýringu hefur skilað góðum árangri. Metnaðarfull markmið um umbætur á flestum þáttum rekstrarins hafa gengið eftir, samhliða áherslum um bætta þjónustu við viðskiptavini félagsins. Hækkunin endurspeglar þá skoðun S&P´s að TM er öflugt, traust og vel rekið félag,“ segir Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, á vef félagsins.

Viðskipti innlent

Stórir samningar skila góðum tekjum

Ráðgjafafyrirtækið Markó Partners hefur verið milligönguaðili í nokkrum stórum viðskiptasamningum á þessu ári, nú síðast þegar kanadíska sjávarútvegsfyrirtækið High Liner Foods keypti starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og Asíu af Framtakssjóði Íslands (FSÍ) á 26,9 milljarða króna í síðasta mánuði.

Viðskipti innlent

Landsvirkjun ekki gerð að hlutafélagi

Ekki verður hróflað við opinberu eignarhaldi á stóru orkufyrirtækjunum hjá núverandi ríkisstjórn, að sögn Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Í skýrslu sem Ásgeir Jónsson og Sigurður Jóhannesson unnu fyrir fjármálaráðuneytið er lagt til að breyta orkufyrirtækjum í hlutafélög og auka verkefnafjármögnun við nýjar framkvæmdir.

Viðskipti innlent

Höfðatorg í hendur kröfuhafa

Eigandi byggingarfélagsins Eyktar hefur misst Höfðatorg ehf. til lánardrottna. Höfðatorg ehf. á Höfðatorgsbygginguna og óbyggðar lóðir þar í kring og skuldaði 23 milljarða króna um síðustu áramót.

Viðskipti innlent

Vara fólk við því að falla í freistni

Neytendasamtökin gagnrýna harðlega nýjan jólaleik smálánafyrirtækisins Kredia sem auglýstur hefur verið, meðal annars í Ríkissjónvarpinu. Í frétt á vef Neytendasamtakanna kemur fram að leikurinn gengur út á að á hverjum degi fram að jólum er einn lántaki dreginn út og þarf hann ekki að greiða lán sitt til baka. Neytendasamtökin segjast telja það í hæsta máta óeðlilegt að stundaðir séu „leikir" sem ganga út á að fá fólk til að taka lán með von um að sleppa við endurgreiðslu.

Viðskipti innlent

Skuldabréf skráð í íslensku Kauphöllina í fyrsta skipti

Fyrsta skráning skuldabréfa útgefnum af fjármálafyrirtæki á Íslandi frá hruni 2008 mun eiga sér stað í Kauphöllinni á morgun. Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka munu flytja stutt erindi í tilefni af því. Dagskráin hefst þegar klukkan er gengin 20 mínútur í tíu og verður svo bjölluhringing við opnun markaða klukkan hálftíu.

Viðskipti innlent

Vöruskiptin 8,7 milljörðum lakari en í fyrra

Fyrstu tíu mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 512,6 milljarða króna en inn fyrir 423,1 milljarð króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 89,5 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 98,2 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því tæpum 8,7 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.

Viðskipti innlent