Viðskipti innlent

WOW air í milljarða skuldabréfaútboð

Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða.

Viðskipti innlent

Innkalla sólþurrkaða tómata

Samkaup hefur ákveðið að innkalla sólþurrkaða tómata frá Coop eftir að Matmælastofnun barst tilkynning frá neytanda um að aðskoðahlutur, trúlega glerbrot, hafi fundust í krukku.

Viðskipti innlent

Töluverður verðmunur á vinsælum skólatöskum barna

Verðkönnun Fréttablaðsins leiðir í ljós að verðmunur milli verslana á vinsælum skólatöskum fyrir grunnskólabörn getur numið allt að 26 prósentum. Algengt verð á töskunum um og yfir 20 þúsund krónur. Misjafnt hversu mikið börnin þurfa að bera í töskunum milli heimilis og skóla. Ódýrari valkostir í boði.

Viðskipti innlent

Hlutafjáraukning hjá Wow Air

Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé.

Viðskipti innlent

Skortur á sól dregur úr áfengissölu hjá ÁTVR

Ætla má að sólin, eða skortur á henni, hafi áhrif á áfengisneyslu Íslendinga miðað við tölur frá ÁTVR. Salan á áfengi í júlímánuði dróst saman um 4 prósent frá sama mánuði í fyrra, á sama tíma og sólskinsstundirnar voru um 50 prósent færri og meðalhiti einni gráðu lægri í Reykjavík.

Viðskipti innlent