Viðskipti innlent

Ætla að sameina Þorbjörn og Vísi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Höfuðstöðvar Vísis og Þorbjarnar í Grindavík.
Höfuðstöðvar Vísis og Þorbjarnar í Grindavík.

Eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna Vísis hf. og Þorbjarnar hf. hafa hafið viðræður um að leggja eignir félaganna inn í nýtt fyrirtæki og standa saman að rekstri nýs sjávarútvegsfyrirtækis í Grindavík. Ef af verður verður nýtt félag með rúmlega 44.000 tonn af aflaheimildum, um það bil 16 milljarða króna veltu og vel yfir 600 manns í vinnu.

Greint er frá þessum fyrirætlunum í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum félaganna tveggja. Þar segir að markmið eigendanna, sem allir verða áfram hluthafar, sé að tryggja bolfiskvinnslu og styrkja samfélagið í Grindavík enn frekar.

Eigendurnir áætla að samruninni muni taki allt að 3 ár og segjast þeir ekki reikna með uppsögnum í tengslum við hann, „þó má að sjálfsögðu gera ráð fyrir breytingum á útgerðarháttum og mögulega einhverjum tilfærslum á störfum á þeim tíma,“ eins og það er orðað.

Eigendurnir segja aukinheldur að gangi viðræður um stofnun nýs félags samkvæmt áætlun megibúast við að það taki til starfa um áramót, en þangað til verði rekstur fyrirtækjanna tveggja óbreyttur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.