Viðskipti innlent

Settu stefnuna á Michelin-stjörnu en enduðu í 106 milljóna gjaldþroti

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Nostra var til húsa fyrir ofan Bónus í Kjörgarði við Laugaveg.
Nostra var til húsa fyrir ofan Bónus í Kjörgarði við Laugaveg. Vísir/Daníel

Ekki ein einasta eign fannst í þrotabúi veitingastaðarins Nostra, sem lokaði í maí síðastliðnum. Þau sem höfðu gert kröfur í búið, alls fyrir rúmlega 106 milljónir króna, sitja því eftir með sárt ennið en gjaldþrotaskiptum búsins lauk á dögunum.

Aðstandendur Nostra ætluðu sér stóra hluti þegar veitingastaðurinn hóf rekstur á annarri hæð Kjörgarðs við Laugaveg, sumarið 2017. Stefnan var sett á Michelin-stjörnu

Þrátt fyrir að það hafi ekki tekist hlaut staðurinn engu að síður „tveggja krossa“ viðurkenningu frá Michelin í upphafi árs. Útsendarar Michelin hvöttu gesti til að láta ekki ytra byrði Kjörgarðs fæla sig frá því, því að innan væri veitingastaðurinn mínímalískur og nútímalegur. Maturinn væri auk þess úr besta mögulega hráefni, borinn fram á einstakan hátt og bragðið frábært.

Viðurkenningin hélt þó ekki lífi í staðnum, sem lokaði fyrirvaralaust og var tekinn til gjaldþrotaskipta 2. maí. Lýstar kröfur í búið námu 106.285.716 krónum að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag, en sem fyrr segir fundust engar eignir í búinu.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,15
11
38.105
HAGA
2,41
10
263.415
REGINN
1,58
7
459.461
SJOVA
1,4
11
121.916
LEQ
1,33
2
518

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,94
10
182.919
SKEL
-1,92
1
306
MAREL
-1,12
17
251.703
SIMINN
-0,78
4
68.241
ARION
-0,19
29
918.872
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.