Viðskipti innlent

Fjölga póstboxum úr 8 í 43

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Póstboxin sem um ræðir eru nú staðsett á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
Póstboxin sem um ræðir eru nú staðsett á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/Íslandspóstur
Pósturinn hyggst bæta við um 35 póstboxum víðsvegar um landið næsta vor. Póstboxum fjölgar þannig úr 8 í 43. Meirihluti hluti nýju boxanna verður settur upp á höfuðborgarsvæðinu en þau verða einnig sett upp á völdum stöðum á landsbyggðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti.

Í tilkynningu segir að nánari staðsetningar á Póstboxunum liggi ekki fyrir en verið sé að greina „hentugar staðsetningar út frá magni og eftirspurn.“

Póstboxin eru nú átta talsins og eru staðsett víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu.

„Helstu kostir Póstboxa eru að þau eru aðgengileg utan hefðbundins opnunartíma og það tekur aðeins örfáar sekúndur að sækja pakka í þau. Þá eru öll samskipti fyrir þá sem kjósa að nota Póstbox rafræn. Þegar er komin góð reynsla á þessa þjónustu og ánægðustu viðskiptavinir Póstsins eru þeir sem nýta sér hana samkvæmt könnunum,“ segir í tilkynningu Íslandspósts.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
3,22
19
499.451
BRIM
2,79
6
28.598
HAGA
2,5
24
415.834
ICESEA
0,57
2
43.063
SVN
0,48
44
195.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,78
108
227.947
ARION
-1,37
40
408.015
MAREL
-1,28
17
313.382
SJOVA
-0,91
6
54.086
SYN
-0,7
4
8.975
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.