Viðskipti innlent

Fjölga póstboxum úr 8 í 43

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Póstboxin sem um ræðir eru nú staðsett á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
Póstboxin sem um ræðir eru nú staðsett á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/Íslandspóstur
Pósturinn hyggst bæta við um 35 póstboxum víðsvegar um landið næsta vor. Póstboxum fjölgar þannig úr 8 í 43. Meirihluti hluti nýju boxanna verður settur upp á höfuðborgarsvæðinu en þau verða einnig sett upp á völdum stöðum á landsbyggðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti.Í tilkynningu segir að nánari staðsetningar á Póstboxunum liggi ekki fyrir en verið sé að greina „hentugar staðsetningar út frá magni og eftirspurn.“Póstboxin eru nú átta talsins og eru staðsett víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu.„Helstu kostir Póstboxa eru að þau eru aðgengileg utan hefðbundins opnunartíma og það tekur aðeins örfáar sekúndur að sækja pakka í þau. Þá eru öll samskipti fyrir þá sem kjósa að nota Póstbox rafræn. Þegar er komin góð reynsla á þessa þjónustu og ánægðustu viðskiptavinir Póstsins eru þeir sem nýta sér hana samkvæmt könnunum,“ segir í tilkynningu Íslandspósts.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.