Viðskipti innlent

Fjölga póstboxum úr 8 í 43

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Póstboxin sem um ræðir eru nú staðsett á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
Póstboxin sem um ræðir eru nú staðsett á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/Íslandspóstur

Pósturinn hyggst bæta við um 35 póstboxum víðsvegar um landið næsta vor. Póstboxum fjölgar þannig úr 8 í 43. Meirihluti hluti nýju boxanna verður settur upp á höfuðborgarsvæðinu en þau verða einnig sett upp á völdum stöðum á landsbyggðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti.

Í tilkynningu segir að nánari staðsetningar á Póstboxunum liggi ekki fyrir en verið sé að greina „hentugar staðsetningar út frá magni og eftirspurn.“

Póstboxin eru nú átta talsins og eru staðsett víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu.

„Helstu kostir Póstboxa eru að þau eru aðgengileg utan hefðbundins opnunartíma og það tekur aðeins örfáar sekúndur að sækja pakka í þau. Þá eru öll samskipti fyrir þá sem kjósa að nota Póstbox rafræn. Þegar er komin góð reynsla á þessa þjónustu og ánægðustu viðskiptavinir Póstsins eru þeir sem nýta sér hana samkvæmt könnunum,“ segir í tilkynningu Íslandspósts.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,1
5
46.200
MAREL
3,07
22
584.666
REGINN
2,35
5
48.606
EIK
2,15
6
82.684
FESTI
2,14
10
143.706

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,72
12
29.385
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.